Einhenti hagfræðingurinn

Það er sagt um Harry S. Truman, fv. Bandaríkjaforseta, að hann hafi einu sinni kallað upp ,,give me a one handed economist!". Ástæðan er sú að hagfræðingar komast aldrei að niðurstöðu....þeir segja alltaf ,,á hinn bóginn".

Stiglitz sagði í Silfri Egils í dag að Íslendingar ættu að halda í krónuna. Þetta kemur bara nokkrum dögum á eftir skýrslu OECD þar sem íslendingum er ráðlagt að ganga í EU og taka upp Evruna.

Stiglitz sagði einnig að gjaldeyrishöftin væru eðlileg og skynsamleg viðbrögð við krísunni hér á landi. Þetta var bara nokkrum mínútum á eftir að við höfðum heyrt Jón Daníelsson, hagfæðing og kennara við London School of Economics hæðast að gjaldeyrishöftunum í sama þætti hjá Agli.

Stiglitz varaði við viðskiptahalla á Íslandi í skýrslu sinni frá 2001. Í fyrra (fyrir hrun) var Arthur Laffer, hagfræðingur og höfundur Laffer-kúrfunnar hér á landi og mér er minnisstætt að hann sagði, annaðhvort í viðtali hjá Boga eða Agli, að viðskiptahalli væri ,,wonderful thing" og þýddi ekki annað en það að fólk og fyrirtæki hefðu trú á framtíðinni og væru að fjárfesta eins og engin væri morgundagurinn. Hann benti á að í Bandaríkjunum hefði verið viðskiptahalli í 200 ár.

Ég er viss um að margir hafi búist við að Stiglitz myndi gagnrýna framgöngu AGS á Íslandi harðlega. Svo er þó alls ekki. Stiglitz vill meira að segja meina að þeir hafi lært af reynslunni og fari hér fram að meiri gætni en áður. Þetta hlýtur að vera Ólafi Ísleifssyni, hagfræðing og kennara við HR, nokkur vonbrigði.

Hvernig eigum við mennskir menn svo að geta tekið skynsamlegar ákvarðanir þegar túlkanir og skoðanir sérfræðinga á sömu atburðarás er með svo mismunandi hætti ??? 


mbl.is Segir AGS standa sig betur hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Þetta sýnir bara enn og aftur að það virðist vera bara að hver og einn tali fyrir sig sjálfann, burtséð hvort hagsmunir Íslands séu í húfi eða ekki.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 6.9.2009 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Birgisson

Höfundur

Magnús Birgisson
Magnús Birgisson
Eiginmaður og 3 barna faðir. Viðskiptafræðingur að mennt en hugsuður að upplagi (að eigin mati).
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • snake-plissken
  • Þróun launavísitölu
  • Þróun launavísitölu
  • VIS04001200982441764
  • aygo vs. reva

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband