Tryggvi Þór og niðurfærslan

Ég verð að viðurkenna að Tryggvi þór olli mér nokkrum vonbrigðum með að stökkva svona fram og taka undir niðurfærsluleið Framsóknarflokksins.

Ég hef það sterklega á tilfinningunni að hann hafi hent til hliðar hagfræðikápunni, klæðst þingmannskápunni, og verið sendur af stað með þessa vitleysu til þess að byggja brú yfir til Framsóknarflokksins fyrir komandi kosningar.

En varðandi niðurfærsluna....ég held að þetta sé ekki skynsamleg leið. Hún kemur þeim best sem hafa skuldsett sig mest og mismunar fólki eftir því hvar það fjármagnaði sig. Hún hjálpar þeim sem ekki þurfa aðstoðar við. Hún er einungis fjármögnuð af niðurskrift krafna frá gömlu bönkunum til þeirra nýju en horfir framhjá t.d. Íbúðarlánasjóð, lífeyrissjóðunum og fleirum.  Hún myndi afskrifa jafnt góð lán og slæm hjá bönkunum og valda viðvarandi taprekstri sem að lokum lendir á ríkinu. Osfrv....osfrv.....

Ég held að frekar en að ýta úr vör einum stórum björgunarbát sem allir eiga að klifra um borð í eða drukkna ella, þá sé betra að kasta út fjöldanum öllum af björgunarvestum og smærri gúmmíbátum sem fjöldskyldurnar geta síðan gripið til eftir efnum og aðstæðum hjá hverjum og einum.

Opnun séreignarsjóða, frumvarp um greiðsluaðlögun, frysting lána, lenging lána og hækkun vaxtabóta eru allt skref í rétta átt og eflaust má gera miklu meira.

En talandi um vaxtabætur.....  

Tryggvi þór er með hugmynd um þær líka sem mér finnst ennþá óskiljanlegri. Þeir sem hafa skuldsett sig mest greiða hæsta vexti og verðbætur. Þeir hafa einnig hæstu launin og greiða hæsta skatta. M.ö.o, þeir koma best út úr þessari kerfisbreytingu eru þeir sem hafa hæst launin og mesta skuldsetningu. Þeir sem beinlínis tapa á þessu eru þeir sem eru með hóflega skuldsetningu en lág laun, jafnvel engin. Þeir sem t.d. eru nú atvinnulausir og greiða litla sem enga skatta en fá vaxtabætur myndu missa vaxtabæturnar og fá ekkert í staðinn. Þú getur ekki nýtt þér skattaafslátt ef þú greiðir enga skatta.

Mér finnst þessar tillögur einhvernveginn klæðskerasaumaðar fyrir einstaklinga sem skuldsettu sig á bankastjóralaunum en þurfa að standa undir því á þingmannalaunum.

Var Tryggvi að gera skattaskýrsluna sína um helgina ?

 


mbl.is Tryggvi Þór: 20% af skuldum heimilanna verði felldar niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theo

Hvernig væri nú að hugsa út fyrir kassann !!

Theo, 17.3.2009 kl. 09:43

2 identicon

Ég held að það sé eingin kassi,hvernig geta menn tapað einhverju sem þeir hafa aldrei átt,þvílíkt bull.

Tryggvi er loksins farin að tala mannamál sem allir skilja,þó hann sé afturhaldsíhald.

Menn verða að fara að skilja að niðurfærsla á klikkaðri vísitölu er ekki niðurfærsla á lánum og hún kostar ekki neitt,hefur aldrei verið til,er ekki verðmæti,semsagt er bara aðferð auðvaldsins til að arðræna lýðinn.

Og það hlýtur að vera erfiðara fyrir mann sem skuldar mikið að greiða alt bullið en fyrir þann sem skuldar ekki neitt og er bara heppin að skulda ekki neitt.af hverju þarf að umbuna þeim sem skulda ekki neitt eða umbuna þeim meira sem skulda lítið? skil ekki þessa hugsun .

Ogfyrir utan það þá skulda þeir mest sem eru að byrja búskap með ung börn og eru jafn vel í námi og þurfa þar af leiðandi mesta hjálp en ekki þeir sem eru komnir á aldur eða þeir sem skulda lítið.Einmitt í þessum tilfellum virkar prósentan rétt .LOKSINS

H.Pétur Jónsson (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Birgisson

Höfundur

Magnús Birgisson
Magnús Birgisson
Eiginmaður og 3 barna faðir. Viðskiptafræðingur að mennt en hugsuður að upplagi (að eigin mati).
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • snake-plissken
  • Þróun launavísitölu
  • Þróun launavísitölu
  • VIS04001200982441764
  • aygo vs. reva

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 417

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband