Atvinnustefna VG

Ég hef áður tjáð mig um atvinnustefnu VG, sjá hér.

Ég verð að viðurkenna að ég er ekkert að verða bjartsýnni. Ruglið sem viðgengst er alveg yfirgengilegt. Frambjóðendur flokksins tjá sig frjálslega um hvar tækifærin liggja og ég hef heyrt snilld einsog húsgagnaframleiðslu, framleiðsla lífrænna landbúnaðarafurða, gróðurhúsaframleiðsla, skipasmiðaiðnaður, skinnaiðnaður osfrv...

Einhver kallaði þetta ,,störf sem þarf að vinna í stígvélum". Ég held að það sé alveg rétt. Ég sé fyrir mér íslenska menningarbyltingu þar sem ungir menntamenn af höfuðborgarsvæðinu er fluttir nauðugir í sveitirnar til þess að vinna við þjóðlega undirstöðuatvinnuvegi sem hafa hlotið náð fyrir augum kommissaranna.

Allir hafa þessir atvinnuvegir það sameiginlegt að þeir geta ekki keppt í samkeppni við erlenda framleiðslu nema gengið sé hérna ca. 200 krónur á evru. Sem kannski útskýrir tregðu flokksins við að horfast í augu við gengishrunið og aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar. Það er bara fínt í þeirra augum og ,,skapar alveg gríðarleg tækifæri". Á meðan getur almenningur lært að sætta sig við það að Ísland er og verður Kúba norðursins. Það sem öðrum þjóðum finnst sjálfsagt einsog utanlandsferðir, nýr bíll öðru hverju, svo ég tali ekki um flatskjái, tölvur eða annan óþarfa...þetta allt tilheyrir sögunni hér á Íslandi.

En tilefnið að þessum pistli var innslag sem ég heyrði rétt í þessu á rás 2. Þar var Steingrímur að tjá sig um stóriðju og á honum mátti skilja að hún væri bara vitleysa. Hvert starf í stóriðju væri okkur svo dýrt að við hefðum hreinlega ekki efni á henni.

Hvílíkt rugl.

Staðreyndin er að hvert starf í stóriðju er ókeypis. Akkúrat...ókeypis....kostar ekki krónu. Ástæðan er einfaldlega sú að það eru útlendingar sem fjármagna störf íslendinga í orkufrekum iðnaði. Stóriðjuverið sjálft fjármagna þeir með eigin fé og lántökum á eigin reikning. Orkuverið fjármagna þeir með lánveitingum til Landsvirkjunar. Og útlendingarnir eru tilbúnir til að lána til Landsvirkjunar vegna þess að það eru útlendingar sem eru tilbúnir til að kaupa orkuna þaðan með langtímasamningum.

Og því er uppbygging stóriðju fljótlegasta og ódýrasta leiðin til þess að koma hjólunum af stað aftur og sú eina sem kostar okkur ekkert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Birgisson

Höfundur

Magnús Birgisson
Magnús Birgisson
Eiginmaður og 3 barna faðir. Viðskiptafræðingur að mennt en hugsuður að upplagi (að eigin mati).
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • snake-plissken
  • Þróun launavísitölu
  • Þróun launavísitölu
  • VIS04001200982441764
  • aygo vs. reva

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband