5.1.2010 | 10:17
Himnarnir eru að falla !!!!
Stundum les maður fréttir sem maður skilur ekki fullkomlega og er þessvegna soldið hræddur við að tjá sig um þær. Maður gæti jú upplýst hvað maður er takmarkaður að flestu leiti.
Þetta er ein slík frétt.
Punkturinn í fréttinni er sem sagt sá að eignirnar séu ofmetnar vegna þess að þær eru í raun og veru í eigu útlendinga en ekki íslendinga og þessvegna sé eigur íslendinga ofmetnar.
Gott og vel.
Það sem er að veltast fyrir mér er þetta. Ef þessar eignir eru í eigu útlendinga vegna þess að þeir eigi þessi fyrirtæki, eru þá skuldir þessara fyrirtækja ekki líka í "eigu" útlendinga? Og vegna þess að um þrotabú er að ræða má ekki gera ráð fyrir að skuldirnar séu hærri en eignirnar? Og með því að færa þessar skuldir yfir í "eigu" útlendinga, einsog Mogginn gerir með eignirnar í fréttinni, erum við þá ekki að bæta stöðu þjóðarbúsins umtalsvert?
Við allavega hljótum að þurfa að meðhöndla eignirnar og skuldirnar með sama hætti.....
Annars er þetta ekkert nýtt og oft verið bent á það áður að staða þjóðarbúsins er "verri" sem nemur skuldum margra stórra "íslenskra" fyrirtækja. T.d. Actavis. Það myndi bæta stöðu þjóðarbúsins um þúsund milljarða að færa Actavis úr landi.
En hvort við yrðum betur stödd í raun og veru er annað mál.
Erlendar eignir ýktar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Magnús Birgisson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Enda fréttin vel uppbyggð eins og búast má við hjá Mogganum og heimilda getið: "er sennilega", "að öllum líkindum", "eru að öllum líkindum", "Ef rétt reynist"....
Jón Bragi Sigurðsson, 5.1.2010 kl. 10:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.