12.9.2008 | 19:44
Kynferðisbrot og bloggbann
Ekki vissi ég að Mogginn kemur í veg fyrir blogg um sumar fréttir, t.d. þessa.
Gott og vel. Líklega er þetta nauðsynlegt til þess að umræðan fari ekki útí vitleysu eða til þess að vernda saklausa.
En það sem ég vildi segja er að um þennan dóm var fjallað í fréttum á báðum sjónvarpsstöðvunum.
Í fréttum Stöðvar 2 var atvikalýsingin, sem sjá má einnig í frétt Moggans, lesin upp nánast orðrétt. Er þetta nauðsynlegt ? Dóttir mín, átta ára, var að skottast í kringum sjónvarpið þegar fréttin var flutt og fannst ástæða til þess að spyrja mömmu sína ,,hvað væri að fróa sér".
Á RÚV var umfjöllunin með allt öðrum hætti. Þar var fjallað um alvarleika brotsins án þess að fara útí ónauðsynleg smáatriði.
Þeir sem semja fréttatextann hverju sinni mættu vel hafa í huga að oft er í holti heyrandi nær.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Magnús Birgisson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.