Landsbyggðarfjölskyldu í fóstur

Í fréttum nú áðan var lýst áhuga sveitarstjórnarmanna á Vestfjörðum á þvi réttlætismáli að tvær skattprósentur væru í landinu.  Ein á landsbyggðinni, önnur, og hærri, á höfuðborgarsvæðinu.

Þetta væri gert til þess að sporna við fólksflótta af landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins.

Þetta eru ekki nýjar hugmyndir.  Þingmaður Vinstri Grænna, landsbyggðarmaðurinn Jón Bjarnason, hefur oft lýst þessari skoðun sinni.

Ég á reyndar erfitt með að skilja af hverju þetta, frekar en allt annað sem reynt er til þess að halda landsbyggðarfólki heima hjá sér, ætti að virka.

Ég er því með endurbætta útfærslu af þessari hugmynd.  

Í stað þess að beita þessari valdbeitingarheimild sem skattheimta er, af hverju ekki að leita í smiðju hjálpar- og umhverfissamtaka og leyfa höfuðborgarbúum að taka landsbyggðarfjölskyldu í fóstur ?  Gegn mánaðarlegri þóknun, t.d. 20-30.000 krónum, sem rennur beint til ákveðinnar fjölskyldu, fáum við að fylgjast með hvernig henni gengur.  Myndir af nýja bílnum, póstkort úr sumarfríinu, einkunnaspjöld barnanna, fyrir og eftir myndir af húsinu osfrv.

Ég myndi t.d. taka áðurnefndan Jón Bjarnason í fóstur, hann er greinilega á flæðiskeri staddur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Birgisson

Höfundur

Magnús Birgisson
Magnús Birgisson
Eiginmaður og 3 barna faðir. Viðskiptafræðingur að mennt en hugsuður að upplagi (að eigin mati).
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • snake-plissken
  • Þróun launavísitölu
  • Þróun launavísitölu
  • VIS04001200982441764
  • aygo vs. reva

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband