Að gera eitt en segja annað

Egill Helgason gerir skipulagsmál að umtalsefni einu sinni enn í pistli sínum......hérna.

Hann bendir á að skipulagsyfirvöld í Reykjavík framfylgja ekki eigin stefnu um þéttingu byggðar og minnkandi bílaumferð.

Þetta er alveg rétt hjá Agli...skipulagsyfirvöld framfylgja ekki þessari stefnu.  Sem betur fer segi ég.

Ástæðan er einfaldlega sú að Reykvíkingar hafa hafnað þessari stefnu.  Aftur og aftur.  Bæði með fótunum, í kosningum  og í skoðanakönnunum.

Reykvíkingar vilja ekki búa þétt.  Þeir vilja búa í einbýlishúsum, í úthverfum, og þeir vilja eiga einkabíl með góðu aðgengi að öðrum borgarhlutum.  Þeir vilja því ekki minnkun umferðar, þeir vilja betri umferðarmannvirki.

Þessvegna flykkjast þeir í úthverfin.  Þeir sem eru á öndverðri skoðun við mig hafa bent á að íbúðarverð hækki hraðar í 101 en í öðrum hverfum.  Þetta vilja þeir meina að bendi til þess að stærri hluti fólks vilji búa þar. 

Ég svara því hinsvegar til að ákveðið hlutfall fólks vill auðvitað búa þarna.  Reykvíkingum er að fjölga og stöðugt hlutfall af stækkandi hóp þýðir aukin eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði á svæði þar sem framboðið er að mestu það sama ár frá ári.

Í úthverfunum hinsvegar eykst framboðið eftir því sem ný hverfi eru skipulögð.  Því hækkar verðið ekki eins skart þar einsog í hverfum þar sem framboðið er stöðugt.

Reykvíkingar vilja útsýni út um gluggana sína, sól í görðunum sínum og gott aðgengi út úr borginni þangað sem þeir verja tómstundum sínum. 

Reykvíkingar vilja borgina sína lága, dreifða, græna og sólríka.  Með opnum svæðum og góðum samgöngumannvirkjum.

Stórborgarblæti þröngs hóps úr 101 á ekki við 90% af Reykvíkingum. 

Þeir sem bera í brjósti draum um að breyta Reykjavík í skuggasund New York eða öngstræti London...tja...geta bara flutt þangað ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Birgisson

Höfundur

Magnús Birgisson
Magnús Birgisson
Eiginmaður og 3 barna faðir. Viðskiptafræðingur að mennt en hugsuður að upplagi (að eigin mati).
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • snake-plissken
  • Þróun launavísitölu
  • Þróun launavísitölu
  • VIS04001200982441764
  • aygo vs. reva

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband