29.9.2008 | 13:47
Peningamarkaðssjóðirnir að taka skell ?
Eitt var að vekja athygli mína.
Rekstrarfélög verðbréfasjóða, allavega Glitnis og Kaupþings, eru ekki búin að birta gengi fyrir peningamarkaðssjóði sína í dag, þ.e. mánudaginn 29.
Venjulega er það gert fyrir opnun markaða að reikna gengi þessara sjóða enda á fólk að geta keypt og selt í þessum sjóðum samdægurs á því gengi sem gildir þann daginn.
Um síðustu áramót var 11,4% af eign Sjóðs 9, Peningamarkaðssjóðs Glitnis, skuldabréf útgefin af FL Group (nú Stoðir).
Skyldi gengi þessa sjóðs hrynja á morgun ?
Ef svo, þá er gott að hafa í huga að svona kynnir Glitnir sjóðinn sinn fyrir öllum almennum fjárfestum:
"Sjóðurinn hentar öllum fjárfestum sem vilja ávaxta fé í skamman tíma. Mjög lágur meðaltími skuldabréfaeignar sjóðsins gerir það að verkum að ólíklegt er að gengi hans lækki verulega sökum vaxtahækkunar. Sjóðurinn er því kjörinn til að ávaxta fé í nokkrar vikur. Sjóðurinn hentar einnig sem hluti af stærra verðbréfasafni til lengri tíma litið enda er ávöxtun á innlendum peningamarkaði frekar há. Sjóðurinn leitast við að halda skuldaraáhættu og vaxtaáhættu í lágmarki, sem gæti komið lítillega niður á ávöxtun en á móti er eignasafnið traustara."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Magnús Birgisson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.