Þurftum ekki að þola þetta

Niðurlægingin sem Ísland þurfti að þola í kosningunum um Öryggisráðið þurfti ekki að eiga sér stað.  Ef stjórnvöld hefðu borið gæfu til þess að draga framboðið til baka í vikunni þá hefðum við getað bjargað því sem eftir var að sjálfsvirðingunni.

Hver sem er gat séð í hendi sér að þetta var orðið vonlaust.

  • Þegar bankakerfið hrundi í síðustu viku með fjölmiðlaumfjöllun erlendis um gjaldþrota Ísland töpuðum við fullt af atkvæðum.
  • Þegar breskir ráðamenn stíga fram og segja að Íslendingar ætli ekki að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar hurfu hellingur af atkvæðum.
  • Þegar beitt var lögum gegn hryðjuverkum til að kyrrsetja eigur Íslendinga töpuðust nokkur til viðbótar.
  • Þegar það spyrst út að Íslendingar fara á hnjánum til Rússlands til að betla út lán hverfur alveg glás af atkvæðum.
  • Þegar Ísland og IMF er nefnt í sömu setningunni fara nokkur atkvæði eitthvað annað.
  • Þegar leiðtogafundur Evrópusambandsins skorar á Íslendinga að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar var það endanlegur nagli í líkkistu framboðsins.

Að íslenskir ráðamenn, Ingibjörg og Geir,  halda áfram að berja höfðinu við steininn segir okkur nokkuð um þau.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Birgisson

Höfundur

Magnús Birgisson
Magnús Birgisson
Eiginmaður og 3 barna faðir. Viðskiptafræðingur að mennt en hugsuður að upplagi (að eigin mati).
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • snake-plissken
  • Þróun launavísitölu
  • Þróun launavísitölu
  • VIS04001200982441764
  • aygo vs. reva

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband