Björk er vitleysingur...

...segi ég og skrifa...vitleysingur.  Og lái mér hver sem vill.

Ég er að hlusta á viðtal við hana á Rás 2 og kjánahrollurinn hríslast ekki bara niður bakið á mér...hann kemur upp aftur.

Ég sýp eiginlega hveljur yfir hverri einustu setningu en ég ætla aðallega að fjalla um eitt í máli hennar. Það er þessi misskilningur að stjórnvöld hafi bara eina hugmynd þegar kemur að atvinnuuppbyggingu og það væri álver.

Hún virðist nefnilega hafa uppgötvað að það væri til á Íslandi fullt af fólki með fullt af hugmyndum.  Hún er meira að segja svo uppveðruð yfir þessari uppgötvun að hún hélt málþing um málefnið um helgina.

Það eina sem virðist vanta, ef ég skil Björk rétt, er að stjórnvöld komi myndarlega inní þetta og styðji eitthvað af þessu fólki til þess að hrinda þessum hugmyndum sínum í framkvæmd.

Þarna staldra ég við.  Er það eðlileg ráðstöfun á skattfé að stjórnvöld gerist einhverskonar ,,venture capitalists" ?  Ef hugmyndirnar eru svona frábærar og fólkið svona æðislegt er örugglega ekki til fjársterkir aðilar sem eru tilbúnir að fjárfesta í batteríinu ? T.d. Björk sjálf....ekki skortir hana skotsilfrið ?

Það hefur reyndar aldrei verið skortur á hugmyndum. Einu sinni vann ég með stelpu sem fékk 10 viðskiptahugmyndir á dag.  Hún reyndar hrinti engri þeirra í verk....ennþá allavega.  Framtíðarlandið hélt málþing fyrir vestan þar sem lagðar voru fram 100 hugmyndir í stað olíuhreinsistöðvar.  Af þeim voru reyndar 80 ekki hugmyndir um atvinnuuppbyggingu heldur uppástungur um aukin ríkisútgjöld. 

Hefur Björk aldrei heyrt um hugtakið áhætta ?  Veit hún ekki að af hverjum 10 hugmyndum sem eru  hrint í framkvæmd lifir kannski 1 af ?  Skilur Björk ekki að við stöndum núna yfir rústunum á einni svona æðislegri hugmynd en hún er sú að íslendingar séu frábærir fjármálamenn og ættu að reka alþjóðlega bankastarfsemi ?  Þeir sem fyrir þessari hugmynd fóru höfðu engan skilning á áhættu heldur.

Á Íslandi eru reyndar tvö önnur dæmi um æðislegar hugmyndir sem var hrint í framkvæmd af frábæru fólki en virðast ekki ætla að lifa af og tapið er mikið.  Annað er Decode....hitt er Latibær.  Sagan geymir alveg mýgrút af svona sögum.

Og allir þessir hugmyndaríku vinir Bjarkar.  Af hverju fóru þeir ekki af stað þegar lánsfé var næstum ókeypis ?  Getur verið að þeir hafi ekki meiri trú á hugmyndinni sinni en svo að þeir vilja ekki einu sinni sjálfir taka áhættu af henni ? Og hversvegna eiga þrautpíndir skattgreiðendur þá að bera hana ?

Má ég þá frekar biðja um álver.  Af hverjum þremur álverum sem hafa verið byggð á  Íslandi hafa þrjú borið ávöxt.  Lifað af og skilað því sem af þeim var ætlast, án nokkurra fjárútláta af hendi skattgreiðenda.

Ég get þó tekið undir eitt sem kom fram hjá Björk.  Það er það að stjórnvöld eigi að skapa hagstætt umhverfi fyrir sprotafyrirtæki.  Það er líka eina hlutverk ríkisvaldsins að mínu mati.

Við Björk vil ég hinsvegar aðeins segja eitt.  Put your money where your mouth is.  Veldu þér eina hugmynd....og fjárfestu í henni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Birgisson

Tja...fyrst enginn kemur með athugasemd við orð mín, frekar en vanalega, þá ætla ég bara að gera það sjálfur.

Auðvitað er Björk enginn vitleysingur. Hún hefði ekki náð jafn langt á sínu sviði ef hún væri það.

Og þó ég fagni frumkvæði hennar þá er ég á móti málflutningnum. 

Fyrirtækið CCP er stundum tekið sem dæmi um fyrirtæki einsog þau sem á að ,,leggja áhersluna á", frekar en t.d. uppbyggingu í áliðnaði.  Sú staðreynd að CCP var byggt upp í tíma algerlega samhliða mestu uppbyggingu í áliðnaði á Íslandi frá upphafi fer algerlega fram hjá þessu fólki.

Eitt kemur nefnilega ekki í veg fyrir annað.

Magnús Birgisson, 23.10.2008 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Birgisson

Höfundur

Magnús Birgisson
Magnús Birgisson
Eiginmaður og 3 barna faðir. Viðskiptafræðingur að mennt en hugsuður að upplagi (að eigin mati).
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • snake-plissken
  • Þróun launavísitölu
  • Þróun launavísitölu
  • VIS04001200982441764
  • aygo vs. reva

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband