Er kapitalisminn dauður ?

Það hefur soldið borið á því í umræðunni að undanförnu að þessar hamfarir á fjármálamörkuðum sem nú ganga yfir séu fjörbrot kapitalismans.

Ég get hinsvegar ekki betur séð að nú séu allir orðnir kapitalistar.

Kapitalisminn er mjög einföld hugmynd. Hann gengur útá séreign. Að sjálfsaflafé er manns eigin eign til þess að gera við sem maður vill. Kaupa hús, bíl, setja á bankareikning eða kaupa hlutabréf. Það sem keypt er fyrir sjálfsaflaféð er líka þín eign. Þú getur selt það, verndað og viðhaldið eða eyðilagt.  Hvað sem manni hentar á annað borð.

Kapitalisminn er andstæðan við kommúnisma.  Kommúnismi gengur útá sameign. Íbúðin sem þú býrð í er eign samfélagsins og þú leigir hana bara. Að eiga hlutabréf er bannað.  Þú þarft leyfi til að kaupa bíl og leyfi til að selja hann aftur.

Fólk sem núna krefst svara um hvað varð af peningamarkaðssjóðseign sinni er að stunda kapitalisma.  Það finnst, réttilega, að eignaréttur þess hafi verið fyrir borð borinn og finnst stjórnvöld hafa brugðist.

Sama má segja um fólk sem krefst hamla á verðtryggingu.  Það sér lán sín hækka stjórnlaust á sama tíma og verð á eignum lækkar og þar með hreina eign sína skerðast.  Eignir sem þú hefur til ráðstöfunar er að skerðast. Þessar kröfur eru kapitalismi.

Þeir sem krefjast afsagnar ráðherra, seðlabankastjóra og forstjóra fjármálaeftirlitsins er líka að stunda kapitalisma. Þeir vita sem er að eitt meginhlutverk stjórnvalda er verndun eignaréttinda almennings. Þeir sem hafa brugðist í því hlutverki eiga auðvitað víkja.

Og þess vegna er margir orðnir kapitalistar í dag.  Líka Vinstri-Grænir.  Ég segi velkomin í hópinn !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Diesel

Betra kommi en kapi :)

Vil benda á færsluna Vaxtaokur á blogginu mínu.

Diesel, 26.11.2008 kl. 14:26

2 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Afbragðs góð færsla. Kapítalisminn lifir, sem betur fer.

Sindri Guðjónsson, 30.11.2008 kl. 04:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Birgisson

Höfundur

Magnús Birgisson
Magnús Birgisson
Eiginmaður og 3 barna faðir. Viðskiptafræðingur að mennt en hugsuður að upplagi (að eigin mati).
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • snake-plissken
  • Þróun launavísitölu
  • Þróun launavísitölu
  • VIS04001200982441764
  • aygo vs. reva

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband