6.12.2008 | 19:43
Ingibjörg Sólrún og fordómarnir
Um daginn réði Ingibjörg Sólrún unga vinkonu sína og samverkamann til margra ára sem sendiherra.
Aðspurð um hvort það væri réttlætanlegt að ganga framhjá starfsmönnum utanríkisráðuneytisins með þessum hætti þá svaraði hún því til að það væri sitt mat og ráðuneytisstjórans að meðalaldur starfsmanna ráðuneytisins væri fullhár og því vildi hún yngja upp með þessum hætti.
Þetta rifjaði upp fyrir mig kafla úr bókinni Freakonomics. Þar er í einum stað fjallað um dulda fordóma og hvernig þeir koma fram ómeðvitað hjá fólki. Rannsókn var gerð á þættinum Weakest Link sem margir kannast kannski við af BBC.
Þetta er spurningaþáttur með útsláttarfyrirkomulagi. Leikið er í umferðum og í lok hverrar umferðar kjósa keppendur einn út. Keppt er um peningapott og bætist í hann með hverri rétt svaraðri spurningu. Því má gera ráð fyrir að keppendur kjósi út þann sem fæstum spurningum svarar rétt því hann er ekki að bæta í peningapottinn. Í seinni umferðunum snýst þetta við. Þá fara keppendur að kjósa út sterka keppendur til þess að koma í veg fyrir að mæta þeim í lokaumferðinni þegar tveir keppendur keppa um peningapottinn.
Eða þetta væri það sem búast mætti við ef keppendur kjósa rökrétt og láta ekki fordóma hafa áhrif á val sitt. Ef fólk kýs á grundvelli fordóma sinna þá kýs það út sterka keppendur í fyrri umferðum en veika í seinni umferðum.
Gerð var könnun á þessu og þúsundir umferða skoðaðar. Það kom í ljós að ekki bar á fordómum í garð svartra né kvenna. Þ.e. þessir hópar voru ekki kosnir út í meira mæli en búast mætti við mv. hvernig þeim gekk að svara spurningum. Þetta þótti vera gott dæmi um hversu langt réttindabarátta svartra og kvenréttindabarátta hafði náð í Bandaríkjunum.
Hinsvegar voru tveir hópar þar sem greinilegir fordómar komu fram.
Þetta voru eldra fólk og fólk af Suður-Amerískum uppruna. Eldra fólk var kosið í burt bæði í fyrri og seinni umferðum. Góðir eldri keppendur voru kosnir í burt í fyrri umferðum vegna þess að fólki fannst það vera slæmir keppendur en veikir eldri keppendur voru kosnir út í seinni umferðum einfaldlega vegna þess að aðrir keppendur vildu ekki hafa þá með. Fólk af Suður-Amerískum uppruna var kosið í burt í fyrri umferðum af sömu ástæðu og eldra fólk en var ekki kosið í burt í seinni umferðum vegna þess að öðrum keppendum fannst það vera lélegri keppendur en þeir voru í raun og veru.
Ingibjörg Sólrún er að kjósa út eldra starfsfólk utanríkisráðuneytisins á grundvelli fordóma sinna. Ég veit ekki til þess að innan utanríkisráðuneytisins hafi farið fram eitthvert aldursbundið hæfnismat. Það er hinsvegar gott dæmi um hversu langt kvenréttindabarátta hefur náð á Íslandi að enginn æmtir eða skræmtir yfir þessum dálkadrætti fólks á grundvelli aldurs. Þetta virðist bara vera allt í lagi.
Hvað kemur þetta Árna dýralækni við eða hæfni hans sem bankastjóra ? Ekkert....ég fæ bara fleiri heimsóknir svona
Árni versti bankamaðurinn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Magnús Birgisson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Magnús.
Ingibjörg Sólrún er reyndar líka býsna flinkur búktalari. Hún hefur á víxl fengið þau Þórunni Umhverfisráðherra og þá öllu oftar Eirík Bergmann til að tala fyrir sig. Nú síðast fékk hún Eirík til að ræna fyrir sig mótmælafundunum á Austurvelli í enn einni greininni sem Eiríkur skrifar fyrir Dagblaðið The Guardian. Þar segir hann meðal annars :
"The government's unwillingness to face the risk of this systemic unbalance is perhaps one reason why ordinary Icelandic people are now demonstrating in the freezing streets of Reykjavik, calling for EU membership. "
Fundirnir hafa verið haldnir til að fólk beri óánægju sinni vitni.
Kannast Hörður Torfason skipuleggjandi fundanna við það að
þeir sér haldnir undir fyrirfram skilgreindum merkjum einnar
stefnu ofar annari ?
Haraldur Baldursson, 6.12.2008 kl. 20:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.