Framtiðin er ekki fögur

Ég er tiltölulega bjartsýnn að eðlisfari. Ég hef t.d. allt þar til uppá síðkastið haft trú á því að við munum ná okkur frekar fljótt upp úr þessum öldudal.

það er hinsvegar heldur farið að sortna fyrir augum mér.

Það virðist vera allar líkur á að við sitjum uppi með núverandi stjórnarflokka í ríkisstjórn með góðan meirihluta á næsta kjörtímabili.

Og við erum aðeins farin að fá smjörþefinn.

Jóhanna formælir fyrirtæki sem vogar sér að fylgja eftir kjarasamningum og ákvörðunum ASÍ um leið og þeir ákveða að greiða arð til eigenda sem er eiginlega ekkert nema hlægilega lítill.

Kolbrún reynir hvað hún getur að koma í veg fyrir hún þurfi að fylgja eftir hagsmunum Íslands á loftslagráðstefnu um leið og hún berst með oddi og egg gegn stóriðjuuppbyggingu.

Steingrímur vill draga til baka ákvörðun um hvalveiðar en brotnar undan þrýstingi og nær málamiðlunarsamkomulagi við sjálfan sig.

Katrín segir aðspurð í útvarpsviðtali að hún telji að uppbygging Íslands sé aðalmálið eftir kosningar en ekki aðild að Evrópusambandinu.

Enginn þeirra kemst þó með tærmar þar sem Ögmundur hefur hælana þegar kemur að molbúahættinum.

Það er búið að vera blautur draumur Íslendinga í mörg ár að markaðssetja hér heilbrigðisþjónustu fyrir útlendinga. Þegar svo menn koma með raunhæfar tillögur í þá veru og eru tilbúnir að fórna eigin tíma og fjármunum til þess þá er það eina sem heilbrigðisráðherra hefur málið að segja er að spyrja hvort þar með sé einhver bakábyrgð til staðar hjá íslenskum skattgreiðendum.

það er aldeilis áhuginn á atvinnuppbyggingu sem miðar að því að skapa 300 störf.

Og þetta skeður á sama tíma og formaður BSRB dregur í land með enn eina sparnaðarleið fyrrverandi heilbrigðisráðherra og stækkar enn meira þann niðurskurð sem þarf að eiga sér stað á næsta ári. 

Ég hef orðið áhyggjur af því að framfarahemlarnir í VG munu þegar upp er staðið kosta okkur meira en bankahrunið. Þau geta sökkt okkur í fen sem við munum aldrei ná okkur upp úr...og þá hefjast fólksflutningarnir fyrir alvöru.

Vanskilningurinn á því á hverju það er sem við lifum á í þessu landi er algjör. 


mbl.is Sterk skilaboð frá yngra fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er í raun ótrúlegt að lesa svona bloggfærslu.

Hvernig geturu varið ákvörðun Granda að biðja um ölmusu frá launafólki því ástandið er erfitt? Á meðan þeir borga sér arð sem dugar til að borga þessa skitnu launahækkun í 8 ár eða svo? Þessi ákvörðun er formælisverð að öllu og sem betur fer sáu þessir menn að sér eins og kom fram í fréttum í kvöld. Þetta er siðlaust á meðan almenningur blæðir fyrir þessa sömu menn!

Steingrímur brotnaði ekki undan þrýstingi heldur voru lög og reglugerðir sem hömluðu því að geta afturkallað hvalveiðar. Afhverju í ósköpunum setti fyrverandi sjávarútvegsráðherra þessa reglugerð á korter fyrir ráðherraskipti, ólýsanleg vinnubrögð með jafn umdeilda ákvörðun.

Svo skulum við hafa í huga að markaðssetning heilbrigðisþjónustu hefur verið blautur draumur Íhaldsins en ekki almennings á Íslandi. Við vitum alveg stefnu fyrrverandi ríkisstjórnar með einkavæðingu heilbrigðiskerfisins. Guð forði okkur frá slíkum axarsköftum.

Svo er þetta comment um Ögmund það besta af öllu hjá þér. Fyrir fólk sem þarf reglulega á þjónustu kerfisins að halda, að fá þessi aukagjöld á sig sem Guðlaugur Þór setti eru auðvitað bara í besta falli hlægileg. Þessi gjöld eru ALLTAF tekin úr vasa þeirra sem minnst hafa, þ.e. sjúklinga og öryrkja sem nota þessa þjónustu mest og munar þessu fólki um hverja krónu.

Mundu bara að þakka fyrrum ríksstjórn fyrir svartsýnina í þér því hún á ástandið skuldlaust og er það sjálfsagt það eina sem er skuldlast á þessu landi í dag. Sjálfstæðisflokkurinn sat í ríkisstjórn í tæp 18 sleitulaust og þetta sitjum við uppi með. Dæmum frekar hluti sem byggjast á staðreyndum en ekki fordómum og getgátum á flokki sem ekki hefur setið í ríkisstjórn fyrr en nú og ber ekki póltíska ábyrgð á því sem orðið er.

Hlynur Guðlaugsson (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Birgisson

Höfundur

Magnús Birgisson
Magnús Birgisson
Eiginmaður og 3 barna faðir. Viðskiptafræðingur að mennt en hugsuður að upplagi (að eigin mati).
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • snake-plissken
  • Þróun launavísitölu
  • Þróun launavísitölu
  • VIS04001200982441764
  • aygo vs. reva

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband