Eitt skil ég ekki...

...eða margt eftir atvikum.

Áður en lengra er haldið vil ég taka fram að við Íslendingar sitjum uppi með Icesave...og eigum að sitja uppi með Icesave. Þeir sem halda öðru fram verða að svara því hverjir eigi að borga ef ekki Íslendingar? Lögin eru nefnilega alveg klár...innistæðueigendur eiga réttinn á að fá allt að 20.772 evrur af innistæðu sinni greiddar og eina spurningin er hverjir eiga að borga ef innistæðutryggingasjóðurinn fer á hausinn.

Innistæðutryggingasjóðurinn íslenski fór ekki á hausinn. Hann fékk lánað frá Bretum og Hollendingum, með vitund og vilja Íslendinga, og málið snýst núna um bakábyrgð íslenska ríkisins á því að innistæðutryggingasjóðurinn  greiði þá peninga til baka.

Nú virðist liggja fyrir að eignir Landsbankans dugi fyrir höfuðstólnum. Vextina af skuldinni neyðist hinsvegar ríkið til að greiða vegna þess að þrotabú Landsbankans hvorki getur (á ekki fyrir þeim) né má greiða þá (er ekki lögmæt krafa á þrotabúið).  

Hitt skil ég ekki afhverju tryggingasjóðurinn greiði ekki vextina? Af hverju er almennt gert ráð fyrir því að ríkið greiða þá? Það er gert ráð fyrir því í lögum um innistæðutryggingar að sjóðurinn geti tekið lán ef eignir hans dugi ekki fyrir útgreiðslu. Það er því fullkomlega eðlilegt að hann greiði vexti af þeim lántökum.   

Nú þarf bankakerfið íslenska að endurfjármagna tryggingasjóðinn og mér finnst það eðlilegt að lögum um tryggingasjóðinn verði núna breytt með þeim hætti að bankarnir greiði inn í sjóðinn nægilega mikið til þess að í honum verði nægilegt fé til þess að greiða vextina þegar að því kemur.


mbl.is Icesave afgreitt út úr nefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Birgisson

Höfundur

Magnús Birgisson
Magnús Birgisson
Eiginmaður og 3 barna faðir. Viðskiptafræðingur að mennt en hugsuður að upplagi (að eigin mati).
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • snake-plissken
  • Þróun launavísitölu
  • Þróun launavísitölu
  • VIS04001200982441764
  • aygo vs. reva

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband