3.12.2009 | 14:13
Góðar jólagjafahugmyndir?
Nei...ég er ekki að biðja um hugmyndir að jólagjöfum...þetta reddast yfirleitt.
En ég ætla að rifja upp tvær sögur úr fjölskyldunni sem alltaf eru rifjaðar upp um hver jól.
Önnur er af frænda sem býr úti á landi. Hann hefur það fyrir sið að hlusta einfaldlega vel á vini og vandamenn á jólagjafalistanum, svona síðustu vikurnar fyrir jól, og kaupa svo einfaldlega eitthvað sem viðkomandi hefur lýst yfir áhuga á eða talið sig vanta. Yfirleitt óbrigðult.
Því var það að eiginkonan fékk þennan forláta reykskynjara í jólagjöf.
Og þegar hann furðaði sig á kuldalegu viðmóti eiginkonunnar í kjölfarið skyldi hann ekki neitt í neinu....hún hafði jú oft haft orð á því að henni fyndist vanta svona grip á heimilið.
Hin sagan er af öllu náskyldari ættingja sem fyrir mörgum árum var að stíga sín fyrstu sambúðarspor með kærustunni.
Þeim hafði áskotnast erfingi nokkrum vikum fyrir jól.
Og fullviss um það að ungt og blankt fólk gefi hvort öðru eitthvað sem vantar inná heimilið gaf hann unnustunni baðvikt, vandaðrar gerðar.
Sambandið enntist ekki lengi upp úr þessu og gott ef ekki baðviktin góða hafi ekki verið tilgreind sem ein af skilnaðarástæðunum.
Ég hef hinsvegar lært af reynslu þessara manna. Mín spúsa má gjarnan búast við tveimur gjöfum....pizzaofn og eyrnalokkar, hrærivél og ullarkápa, ljós á baðið og hálsmen.
Belti og axlabönd?...........
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Magnús Birgisson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.