Ein er sú þjóð...

...sem býr fjarri öðrum þjóðum.

Hún hefur um langa tíð lifað af landsins gæðum og telur sig lítið hafa að sækja til annarra þjóða þrátt fyrir að vera að mestu uppá alþjóðastofnanir komin með það að fæða og klæða landsmenn.

Þó fámenn sé telur þessi þjóð sig á meðal meiriháttar þjóða og að lífskjör sín séu á meðal þess sem best gerist.

Hún heldur dauðahaldi í sjálfstæði sitt og fullveldi og telur landsstjórninni, bæði í stóru og smáu, best komið í höndum eigin stjórnmálamanna. Þetta er bjargföst trú landsmanna þrátt fyrir að þessir sömu stjórnmálamenn hafi á undanförnum árum kallað stórkostlegar hamfarir yfir landsmenn.

Hún á í köldu stríði við helstu nágrannaþjóðir og vill í flestu fara fram sem eigin hagsmunir bjóða án tillits til skoðana nágrannaþjóða.

Þessi þjóð hefur í ljósi landfræðilegrar legu meiri áhrif á alþjóðavettvangi en mannfjöldi, herstyrkur eða efnahagsstyrkur gefur tilefni til.    

Þessi þjóð er í alþjóðasamfélaginu álitin soldið skemmtilega skrítin og kallar jafnvel fram ofurlítið glott þegar á hana er minnst.

Og nei...þessi þjóð er ekki Íslendingar....þetta eru Norður-Kóreumenn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Birgisson

Höfundur

Magnús Birgisson
Magnús Birgisson
Eiginmaður og 3 barna faðir. Viðskiptafræðingur að mennt en hugsuður að upplagi (að eigin mati).
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • snake-plissken
  • Þróun launavísitölu
  • Þróun launavísitölu
  • VIS04001200982441764
  • aygo vs. reva

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband