Hvar eru peningarnir ?

Að lesa comment við fréttir í breskum fjölmiðlum er ekki auðvelt um þessar mundir.  Það er nánast hatur, þó inn á milli séu hjáróma skynsemisraddir.

Ein spurning kemur upp aftur og aftur.  Hvar eru peningarnir sem voru settir inná Icesave reikninga ?

Í mínum huga er það augljóst.  Þeir eru mestallir, ef ekki allir enn í Bretlandi.  Þeir eru fastir í verslunarkeðjum, framleiðslufyrirtækjum, fallít ferðaskrifstofum og flugfélögum og í höndunum á seljendum rándýrrar prentsmiðju.  Peningarnir hafa verið notaðir í fyrirtækjum sem veita hundruðum þúsunda breta atvinnu og verða fljótlega föl á brunaútsölu.

Bretar virðast standa í þeirri trú að til Íslands hafi verið fluttir milljarðar af pundum.  Staðreyndin er að sú að öll pundin þeirra eru ennþá í Bretlandi.  Ásamt góðum slatta af peningamarkaðssjóðum, hlutabréfasjóðum, skuldabréfasjóðum og lífeyrissjóðum Íslendinga.

Mér finnst spurning hvort við getum ekki einfaldlega farið fram á skuldaskil....við skilum þeirra peningum ef þeir skila okkar ?   Á Íslandi er nefnilega ekkert eftir af þessu nema nokkur hundruð óseljanlegir Range Rover-ar, framleiddir í Bretlandi.

En Breta get ég skilið.

Á Dönum hef ég hinsvegar skömm.  Hugsanahátturinn er eins flatur einsog landið.  Söfnunardjókið var niðurlægjandi.  Góður slatti af þessum peningum fóru nefnilega til Danmerkur og verða þar eftir þegar brunaútsalan hefst þar.  Þúsundir Dana sitja, eða hafa setið, í störfum sem hafa verið niðurgreidd af íslenskum almenningi.

Danmark er en lille land....og fólkið líka.

Við íslendingar þurfum ekki að skammast okkar gagnvart þessum þjóðum.  Það er víst. En það er soldið erftitt að horfa í spegilinn þessa dagana. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Birgisson

Höfundur

Magnús Birgisson
Magnús Birgisson
Eiginmaður og 3 barna faðir. Viðskiptafræðingur að mennt en hugsuður að upplagi (að eigin mati).
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • snake-plissken
  • Þróun launavísitölu
  • Þróun launavísitölu
  • VIS04001200982441764
  • aygo vs. reva

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 480

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband