Réttlætismál

Í fréttum RÚV núna í hádeginu var fjallað um dvalargjöld á Grund. Sagan er sú að dvalargjöld aldraðs sjómanns sem þar dvelur voru tvöfaldaðar núna um áramótin í kjölfar reglugerðarbreytingar félagsmálaráðuneytisins. Gjöldin fóru úr ca. 100 þúsundum í um 200 þúsund.

Þannig er að sjómaðurinn sýndi ráðdeild og lagði fyrir alla sína ævi. Fyrir vikið á hann um 10 milljónir á bankabók og fær af þeirri eign fjármagnstekjur.  Nú er það þannig að dvalargjöld á hjúkrunarheimilum fara eftir tekjum. Áður var horft til lífeyrisgreiðslna en reglugerðarbreytingin bætti fjármagnstekjum við.

Í fréttinni var rætt við félagsmálaráðherra sem taldi það einfalt réttlætismál að horft væri til allra tekna dvalarmanna og að þeir sem hefðu háar fjármagnstekjur væru ekki undanskyldir þessari greiðsluskyldu.

Mér er það hinsvegar óskiljanlegt hvaða réttlæti felst í því að horfa til tekna yfirleitt. Þjónustan er sú sama fyrir alla en afhverju sumir greiða meira en aðrir lítur út í mínum augum sem skattur, ekki dvalargjöld.

En gott og vel. Á þessu er einföld lausn. Viðkomandi sjómaður ætti að greiða sparnaðinn sinn til sinna afkomenda sem fyrirframgreiddan arð. Enda er það ólíklegt að sá sem á annað borð er kominn á dvalarheimili þurfi mikið á digrum sjóðum að halda. Varla fer maður í stórar utanlandsferðir eða kaupir sér dýrar bifreiðar. Viðkomandi getur haldið eftir nægilega miklu til þess að samanlagðar lífeyrisgreiðslur og fjármagnstekjur séu undir frítekjumarki því sem félagsmálaráðuneytið miðar við og þannig átt smá sjóð til að mæta óvæntum útgjöldum t.d. tannlæknakostnaði.

Þegar upp er staðið myndi þetta líklega spara bæði honum og afkomendunum stórfé í formi dvalargjalda og fjármagnstekjuskatts.

En mér finnst það reyndar fáranlegt að reglurnar okkar séu með þeim hætti að það sé hagkvæmt fyrir aldrað fólk að afsala sér eignum sínum sem það hefur með erfiði alla ævi tekist að nurla saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Birgisson

Neibb...enginn misskilningur í gangi. Það kemur hvergi fram að hann hafi ekki greitt í lífeyrissjóð. Þvert á móti má gera ráð fyrir að hann hafi greitt í Lífeyrissjóð sjómanna og að fjármagnstekjurnar sem hann hefur af sparnaði sínum komi ofan á þær tekjur.

Það sem mér finnst vera ,,óréttlætismál" er að dvalargjöld á hjúkrunarheimili skuli vera tekjutengd yfirleitt. Það fá allir sömu þjónustu og ættu því að greiða sama gjald. Viljum við sjá öll gjöld, t.d. komugjöld á heilsugæslu, með þessum hætti ? 

Magnús Birgisson, 18.1.2009 kl. 13:55

2 Smámynd: Magnús Birgisson

Ég vil aðeins bæta við. Ég held að misskilningurinn sé þinn. Langflestir sem fá fjármagnstekjur, hafa lagt fyrir af tekjum sínum sem þeir hafa bæði greitt skatta af og lagt fyrir í lífeyrissjóð. Þeir greiða síðan fjármagnstekjuskatt af fjármagnstekjunum sem oft á tíðum eru neikvæðar, þ.e. eru lægri en verðbólga.

90% af öllu venjulegu fólki sem greiðir fjármagnstekjuskatt greiðir meira til þjóðfélagsins en þeir sem gera það ekki.

Magnús Birgisson, 18.1.2009 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Birgisson

Höfundur

Magnús Birgisson
Magnús Birgisson
Eiginmaður og 3 barna faðir. Viðskiptafræðingur að mennt en hugsuður að upplagi (að eigin mati).
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • snake-plissken
  • Þróun launavísitölu
  • Þróun launavísitölu
  • VIS04001200982441764
  • aygo vs. reva

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 522

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband