Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ákaflega óheppilegur dagur

Ég skrifaði eftirfarandi bréf til þeirra Cern manna áðan:

Dear scientists at Cern.

It has been brought to my attention that you are potentially going to destroy the world on Wednesday.

This is really inconvenient for me.  You see....I'm going fishing Thursday and an apocalypse on Wednesday could seriously affect my plans.

Beside...your experiment is unnecessary.  This guy knows all about how the world started and he can simply tell you.   He read about it in the Bible.

Best wishes,

Magnús Birgisson

Reykjavík, Iceland

ps.

Can't you postpone until Friday ? By Friday I'll be back at work and the end of the world want matter so much.

pps (or pss I always forget)

Thanks for the Internet btw.  It's great.  Just think what you could accomplish if you put your mind to other things than destroying the world or distributing porn. 


mbl.is Merkisdagur í vísindunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

..og málinu reddað

Ég setti þetta inná athugasemdadálkinn hjá Bjarna Harðarsyni.  En mér fannst ég svo fyndinn að ég varð að deila þessu með fleirum.

Það er varla mikið mál að redda þessu. Er ekki einhver ólofuð blómarós á góðu og gegnu Framsóknarheimili sem getur bundist piltinum tryggðaböndum ? Hann skráir sig síðan til náms í Bretlandi, sækir um ríkisborgararétt til Allsherjarnefndar og málið er leyst. Þetta er þrælprófuð leið og virkar alltaf.

Eða þarf annað tengdaforeldrið að vera ráðherra ?...veit ekki....kíki í reglugerðina.

En að allri gráglettinni gamansemi slepptri..það er fáránlegt af þjóð sem vantar ekki neitt til neins nema fleira fólk að vera sífellt að fleigja þeim sem hér vilja setjast að úr landi. 

 


mbl.is Þarf ekki að fara úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sér er nú hver lýðræðisástin

Ég sé ekki betur en að þingmaðurinn klæðist bol sem skreyttur er með mynd af Che Guevara.

Sá var nú ekki hrifinn af lýðræðinu og beitti vafasömum meðulum til þess að fá vilja sínum framgengt, m.a. stríðsrekstri og morðum.  Ég held að jakkafötin væru nú betri en þessi múndering....


mbl.is Sérkennilegur þingmaður endurkjörinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svo bregðast krosstré...

...sem aðrir raftar.  Ég er kominn með blogg.

Ég er ekki í nokkrum vafa um að innsæisfullar færslur og greindarlegar athugasemdir mínar um margvísleg málefni munu á örskömmum tíma lyfta mér í hæstu hæðir á bloggvinsældalistum.

Nú....ef það klikkar þá munu nokkur vel valin leitarorð, aðallega tengd áhugamálum karla, gera sama gagn.


« Fyrri síða

Um bloggið

Magnús Birgisson

Höfundur

Magnús Birgisson
Magnús Birgisson
Eiginmaður og 3 barna faðir. Viðskiptafræðingur að mennt en hugsuður að upplagi (að eigin mati).
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • snake-plissken
  • Þróun launavísitölu
  • Þróun launavísitölu
  • VIS04001200982441764
  • aygo vs. reva

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband