Björk og áhættusæknu vinir hennar

Björk fékk birta grein í Times Online sem má sjá hér.

Hvílíkur orðavaðall og....já bara...þvæla.  Hún virðist ekki aðeins ætla að gera sjálfan sig að fífli....hún ætlar að draga okkur öll hin með sér.  Einsog það sé á það bætandi um þessar mundir.

Á einum stað í greininni þá telur hún upp þá kosti Íslendinga sem hún kann að meta.  Þeir eru að hennar mati ,,óttaleysi" og ,,að vera svo háðir því að taka áhættu að það stappi við heimsku".  Þetta eru kostir að hennar mati !

Á öðrum stað í greininni telur hún þann kostinn vænlegastan í atvinnumálum að hið opinbera láti þetta fólk fá peninga til þess að reka fyrirtæki.

Þetta er svo heimskulegt að það er varla hægt að ná utan um það.  Þessir ,,kostir" eru nú búnir að setja Ísland svo gott sem á hausinn og kosta breskan almenning mörg hundruð milljarða.

En Björk virðist ekki sjá kaldhæðnina í orðum sínum.

Nei...hún vill að þessir óttalausu og áhættusæknu vinir sínir fái fé frá íslenskum skattgreiðendum til þess að reka fyrirtæki.

Þegar Ísland hefur verið rekið einsog vogunarsjóður í nokkur ár og sett sig á hausinn við það....þá vill Björk að við breytum um stefnu og....gerumst ,,private equity" sjóður eða ,,venture capitalist" sjóður.  Og þetta ber hún á borð fyrir breta.

Þvílík dæmalaus della.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Birgisson

Höfundur

Magnús Birgisson
Magnús Birgisson
Eiginmaður og 3 barna faðir. Viðskiptafræðingur að mennt en hugsuður að upplagi (að eigin mati).
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • snake-plissken
  • Þróun launavísitölu
  • Þróun launavísitölu
  • VIS04001200982441764
  • aygo vs. reva

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband