Höggva í sama knérunn...

Skattbyrði hefur aukist mest á Íslandi af öllum ríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, undanfarinn áratug. Hlutfall skatta af landsframleiðslu hér á landi hækkaði úr þrjátíu og einu prósenti í fjörutíu og eitt prósent á árunum 1995 til 2006. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu OECD.

Um þetta t.d. lesa hér.

Ágúst Ólafur, varaformaður Samfylkingarinnar virðist ekki hafa þetta í huga þegar hann sér ekki aðra leið út úr vandamálunum en að hækka skatta.

Ég er eiginlega búinn að fá nóg af Sjálfstæðisflokknum við stjórn.  Það er ekki hægt að horfa framhjá því að ástandið eins og það er núna er skilgetið afkvæmi hans.

En þá hvað ?  Þessi orð Ágústar benda ekki til þess að Samfylkingin sé svarið.  Ég lifði af skattahækkanaárin hér í Reykjavík undir stjórn Samfylkingarinnar og er ansi tregur til að gefa þeim annað tækifæri til þess að gera það sama á landsvísu.

Aðrir flokkar eru ekki raunhæfir kostir.  Þeir hafa ekki að mínu mati neinar lausnir sem duga, hvorki til skamms eða langs tíma.

Að skera útgjöld hressilega niður er það sem ég myndi vilja.  Og byrja á eftirlaunum og aðstoðarmönnum, sendiráðum og dagpeningum.  Lækka launa allra sem heyra undir kjaradóm um 10% og senda dóminn í 2 ára frí.  Bara þarna grunar mig að finnist einhverjir 2-3 milljarðar.

Kannski Sjálfstæðisflokkurinn verði fyrir valinu einu sinni enn....en í þetta skipti með yfirstrikunarpennann að vopni.  En hann þarf þá að taka sig allhressilega á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Birgisson

Höfundur

Magnús Birgisson
Magnús Birgisson
Eiginmaður og 3 barna faðir. Viðskiptafræðingur að mennt en hugsuður að upplagi (að eigin mati).
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • snake-plissken
  • Þróun launavísitölu
  • Þróun launavísitölu
  • VIS04001200982441764
  • aygo vs. reva

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 518

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband