Ég sendi bréf til 2 ráðherra

Sjá eftirfarandi....

 

Hr. Fjármálaráðherra Árni M. Mathiesen
og
Fr.  Félagsmálaráðherra Jóhanna Sigurðardóttir

Efni: Útgreiðsla séreignarlífeyrissparnaðar til fólks í greiðsluerfiðleikum

Það er fyrirséð að með auknu atvinnuleysi, hækkun verðlags og gengisfalli krónunnar, að fjöldi fólks mun lenda í erfiðleikum með afborganir húsnæðisskulda á næstu mánuðum. Því vil ég koma þeirri hugmynd á framfæri við ykkur að nú kunni að vera skynsamlegt að auka tímabundið möguleika fólks að draga á lífeyrissparnað þann sem geymdur er í séreignarsjóðum.

Það er mikið tjón að missa húsnæði sitt og það eigið fé sem í því kann að felast vegna tímabundinna greiðsluerfiðleika sökum atvinnuleysis. Þegar húsnæði er selt nauðungarsölu fæst ekki fyrir það nema hluti raunvirðis þess og tapið kann að vera margfalt meira en sem nemur þeim afborgunum sem gjaldfallnar voru.

Margir sem frammi fyrir þessu kunna að standa á næstunni eiga allnokkrar fjárhæðir bundnar í séreignarsparnaði. Það er að mínu mati skynsamleg ráðstöfun á hluta af þessu fé að gera fólki kleift að standa í skilum frekar en að lenda í vanskilum og jafnvel gjaldþroti. Séreignarsparnaðinn er hægt að vinna upp aftur þegar betur árar en gjaldþrot getur haft áhrif sem vara í mörg ár.

Í dag heimilar 11. grein laga nr. 129/1997 fólki ekki að hefja töku lífeyris úr séreignarsjóðum fyrr en við 60 ára aldur eða fyrr ef viðkomandi er öryrki. Ég er þeirrar skoðunar að við fyrrnefnda 11. grein eigi að bæta málsgrein sem tiltekur undir hvaða skilyrðum hægt er að fá útborgað úr séreignarsjóðnum þegar um tímabundin greiðsluvandræði og/eða atvinnuleysi er að ræða.

Þessi tilslökun er líka vel til þess að fallin að virkja lífeyrissjóðina sem sveiflujöfnunartæki einsog verið hefur í umræðunni.

Ég vil ennfremur benda á að greiðslur úr séreignarsjóðum eru staðgreiðsluskyldar og þetta myndi því að einhverju marki milda það tekjutap sem ríkið og sveitarfélög standa nú frammi fyrir sökum
minnkandi launatekna almennings í landinu.

Það hlítur í öllu falli að vera best að hjálpa fólki til þess að hjálpa sér sjálft með þeim fjármunum sem það hefur sjálft safnað.

Bestu kveðjur með von um skjót og jákvæði viðbrögð,

Magnús Birgisson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Birgisson

Höfundur

Magnús Birgisson
Magnús Birgisson
Eiginmaður og 3 barna faðir. Viðskiptafræðingur að mennt en hugsuður að upplagi (að eigin mati).
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • snake-plissken
  • Þróun launavísitölu
  • Þróun launavísitölu
  • VIS04001200982441764
  • aygo vs. reva

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband