14.12.2008 | 14:08
Fyrirsláttur ?
Ég verð að viðurkenna að ég skil þetta ekki. Maður fær á tilfinninguna að íslenska ríkið vilji ekki fara í mál við það breska. En af hverju? Eru þeir vissir um að tapa? Eru þeir hræddir um að eitthvað komi ljós við réttarhöld sem betra er að fari lágt? Samskipti? Aðgerðir? Aðgerðaleysi? Einhverjar upplýsingar um viðskiptahætti íslendinga sem íslensk stjórnvöld hafa kosið að líta framhjá en bresk stjórnvöld hafa upplýsingar um og standast ekki skoðun?
Hvað er málið eiginlega?
En ef íslensk stjórnvöld telja sig ekki hafa aðild að málinu þá er það bara fyrirsláttur.
Ef bara hluthafar geta farið í mál þá má benda á Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Hann átti án efa hlut í bönkunum. Íslenska ríkið gæti farið í mál fyrir hönd lífeyrissjóðsins eða lífeyrissjóðurinn beint með aðstoð ríkisins. Íslenska ríkið (skattgreiðendur) bera bakábyrgð á skuldbindingum lífeyrissjóðsins og því ákaflega mikilvægt að endurheimta sem mest af þessu fé.
Ef það eru kröfuhafar á bankana þá má benda á Seðlabankann. Hann lánaði fé til bankana með veðum í bréfum sem nú eru verðlaus. Getur ríkið fyrir hönd Seðlabankans ekki farið í mál við breska ríkið eða Seðlabankinn beint ? Lífeyrissjóðurinn átti án efa einnig skuldabréf gefin út af bönkunum og gæti komið hér að.
Eru einhver lög sem banna aðild þessara stofnana að dómsmálum? Alþjóðlegir samningar?
Mér finnst allavega næg tækifæri fyrir ríkið að pota sér að í svona dómsmáli ef áhugi væri á því. Afhverju virðist sá áhugi ekki vera fyrir hendi?
Íslenska ríkið á ekki aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:09 | Facebook
Um bloggið
Magnús Birgisson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í ljósi þessara upplýsinga að íslenska ríkið sé ekki aðili að málinu, hlýtur sú krafa að vakna að þjóðin beri ekki kostnaðinn af klúðrinu.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 14:52
Það ætti að fara að verða mönnum ljóst að Ingibjörg Sólrún er svo ástfangin af ESB að hún vill ekkert gera til að styggja Brussurnar. Og Geir er svo hræddur við eitthvað að hann mun aldrei þora að taka af skarið, og fara að vinna fyrir okkur. kanski að hann sé kominn með augastað á Seðlabanka stól.
Sigurjón Jónsson, 14.12.2008 kl. 15:00
Tökum dæmi. Ég gengst í ábyrgð fyrir þig. Svo kemur einhver maður og drepur þig og stelur peningunum sem þú ert með á þér. en erfingiarnir þínir hafa ekki áhuga á að borga lánið sem ég var í ábyrgð fyrir, heldur vilja þeir að ég borgi. Þeir vita að þeir munu ekki fá mikið út úr búinu hvort sem er. (n.b. erfingjarnir eru hluthafar bankanna. Baugur og co.) Í þessari stöðu er ég beinn aðili að málinu og get lögsótt þig. hagsmunir mínir eru miklu meiri en erfingjanna , því ég get fengið mitt til baka en þeir ekki, minn er skaðinn og því er ég aðili að málinu.
Sigurjón Jónsson, 14.12.2008 kl. 15:15
Það sem H.T. sagði.
Villi Asgeirsson, 14.12.2008 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.