Ekki króna frá Björk til Bjarkar

Ég skrifaði á síðasta ári heldur hæðnislega grein um Björk og skyndilegan áhuga hennar á uppbyggingu sprotafyrirtækja á Íslandi. Ég endaði þessa grein á áskorun til Bjarkar um að láta verkin tala og fjárfesta sjálf í einhverjum af þessum fyrirtækjum frekar en að vera með loðnar áskoranir um að ,,við" ættum að leggja áherslu á sprotafyrirtæki sem í mínum eyrum hljómar bara einsog hvatning um áhættufjárfestingar með skattfé almennings.

Ég var því soldið spenntur þegar ég las um fagfjárfestasjóðinn Björk sem Björk og Auður Capital eru að kynna þessa dagana. Í einfeldni minni hélt ég að Björk hefði þarna tekið á sig rögg og  látið fé af hendi rakna til atvinnuuppbyggingar á Íslandi.

Annað kom í ljós. Á heimasíðu sjóðsins kemur fram að til sjóðsins er stofnað með 100 milljóna króna framlagi frá Auði Capital. Annað virðist ekki hafa safnast enn sem komið er en jafnframt segir á síðunni að fagfjárfestum (t.d. lífeyrissjóðum) verður boðin aðkoma að sjóðnum.

Nýlega var í fréttum að Björk væri að leita sér að húsnæði í New York. Einherja kósý holu sem mætti kosta...tja.....svona ca. 550 milljónir.

M.ö.o......Björk hefur ss. meiri trú á fjárfestingum í lúxusíbúðum í New York en sprotafyrirtækjum á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er bara eðlilegt Magnús,  það á "einhver annar" að gera það, alveg eins og þetta í atvinnulífinu, við eigum að gera eitthvað annað, við fáum bara ekki að vita hvað þetta annað er. Hvað þá að það fólk sé tilbúið að leggja fjármuni í "þetta eitthvað annað".

(IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 09:55

2 identicon

Björk leggur til nafn sitt, tengslanet og hugmyndfræði sem er mörg hundruð milljóna virði.

Björk er útrásarkona sem er þekkt fyrir þrotlaust starf við eigið sprotafyrirtæki þar sem hún markaðsseturvöru sem hún framleiðir og fjármagnar sjálf.

Er til betri fyrirmynd?

Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 11:13

3 identicon

Erum við ekki að mótmæla því að velvild og ímynd í viðskiptalífinu hafi verið verðlögð dýrum dómi til að svíkja fé út úr bönkunum??? Af hverju á að að viðgangast í þessu sambandi?  Bara sorrý ég kaupi það ekki, ef hún vill gera vel, verður að sýna það á áþreifanlegri hátt.

(IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 11:26

4 Smámynd: Magnús Birgisson

Ég er í raun alveg sammála Þránni. Björk hefur ekki síst í sinni útrás gert út á ,,íslensku" ímyndina. Hún er litla, skrítna, umhverfisvæna söngkonan frá litla, skrítna, umhverfisvæna Íslandi.

Og í því ljósi ber að skoða baráttu hennar gegn uppbyggingu stóriðju á Íslandi. Hún er að verja sína eigin fjárfestingu í sinni eigin ímynd sem hún óttast að beri hnekki.

Og Björk er ekki útrásarkona frá Íslandi. Hún hefur haft sitt skattalega heimilisfesti í Bretlandi mest allan sinn frægðarferil.

Eftir stendur þetta. Hún stiður uppbyggingu sprotafyrirtækja á Íslandi (einsog við öll væntanlega), en þess þá aðeins að einhver annar tekur hina fjárhagslega áhættu sem felst í fjárfestingu í slíkum fyrirtækjum. 

Magnús Birgisson, 6.1.2009 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Birgisson

Höfundur

Magnús Birgisson
Magnús Birgisson
Eiginmaður og 3 barna faðir. Viðskiptafræðingur að mennt en hugsuður að upplagi (að eigin mati).
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • snake-plissken
  • Þróun launavísitölu
  • Þróun launavísitölu
  • VIS04001200982441764
  • aygo vs. reva

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 522

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband