Hið besta mál....

Ég skil ekki hvað menn eru að blóta hinum meintu bröskurum...

Hérna hafa menn fylgst með ánægju hvernig gengið erlendis annarsvegar og Seðlabankagengið hefur verið að færast saman að undanförnu. Og jafnvel talið sem ein af forsendunum fyrir því að gjaldeyrishöftin verði afnumin.

Nú vita menn hvaðan eftirspurnin eftir íslenskum krónum erlendis kemur....og ætti ekki að koma neinum á óvart.  

Í staðinn ættu menn að hugleiða hvort gjaldeyrishöftin hafi ekki verið vitleysa alveg frá upphafi. Hefði ekki verið betra að frysta einfaldlega skuldbindingar einstaklinga og fyrirtækja í erlendri mynt í 1 ár, lækka innlenda vexti niður í 5% og leyfa genginu að hrapa ?

Allar hræddu jöklabréfakrónurnar hefðu ruðst úr landi á gengi sem væri nánast ekki neitt og við laus þann höfuðverk.

Útflutningsfyrirtækin hefðu grætt á tá og fingri í skamman tíma og allir heilvita menn hefðu komið með hvert einasta evrusent sem þeir koma höndum yfir til landsins og engin þörf á skilaskyldu. Gengið hefði síðan skotist upp í kjölfarið og við aldrei þurft að hafa áhyggjur af tvöföldu gengi eða braski með gjaldeyri.

Það má allavega velta þessu fyrir sér....


mbl.is Gjaldeyrisbraskarar græða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ellert Júlíusson

Það hefur aldrei verið stefna stjórnvalda að gera eitthvað sem einstaklingurinn gæti mögulega notið góðs af. Einhverjir jöklabréfaeigendur eru núna hoppandi af gleði, rakandi inn vöxtum af péningunum sínum hérna á Íslandi.

Geðbilun.

Ellert Júlíusson, 6.7.2009 kl. 10:09

2 Smámynd: Mofi

Flott færsla Magnús. Miklu rökréttari framsetning en þeir sem eru alltaf að kenna sjálfri krónunni um. Krónan er lítils virði í dag í augum útlendinga af því að Ísland er lítils virði í þeirra augum. Ef við hefðum aðra mynt þá hefðum við líklegast lítið sem ekkert af henni og okkar samfélag myndi lamast af því að örfáir hefðu einhverja peninga.

Mofi, 6.7.2009 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Birgisson

Höfundur

Magnús Birgisson
Magnús Birgisson
Eiginmaður og 3 barna faðir. Viðskiptafræðingur að mennt en hugsuður að upplagi (að eigin mati).
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • snake-plissken
  • Þróun launavísitölu
  • Þróun launavísitölu
  • VIS04001200982441764
  • aygo vs. reva

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband