Enn og aftur af séreignarsjóðunum

Ég hef áður bloggað um þá hugmynd að opna fyrir séreignarsjóðina fyrir fólk sem vegna atvinnumissis er nú í tímabundnum greiðsluerfiðleikum. Ég skrifaði bréf um málið til félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra en það má sjá hér.

Ég fékk eftirfarandi svar frá aðstoðarmanni félagsmálaráðherra og kann ég honum þakkir fyrir:

Sæll Magnús.

Félags- og tryggingamálaráðherra þakkar þér fyrir erindið og hefur falið mér að hafa það til hliðsjónar í þeirri skoðun sem nú fer fram á vettvangi stjórnarráðsins á þeim leiðum sem best gætu nýst til að verja heimilin í landinu í efnahagsþrengingum þjóðarinnar. Séreignasparnaðurinn er eitt af þeim atriðum sem þar er til skoðunar.

Bestu kveðjur,

-----------------------------------------------------------------
Hrannar Björn Arnarsson

Ekkert svar barst frá fjármálaráðherra.

Greinilegt er að þessi mál hafa eitthvað verið í umræðunni því það er enginn skortur á viðbrögðum frá þeim aðilum sem telja sig vera í forsvari fyrir launafólk í landinu, svokölluðum verkalýðseigendum.

Hérna má sjá blogg mitt um viðbrögð tveggja þeirra sem kom fram í þættinum Hrafnaþing á sjónvarpsstöðinni INN.

Nú hefur framkvæmdastjóri lífeyrissjóðsins Stafir, Ólafur Sigurðsson, tjáð sig um þetta mál eins og heyra mátti í morgunfréttum RÚV þann 8. desember.

Hann varar sterklega við þessum hugmyndum, einsog við mátti búast.

Röksemdirnar sem hann ber fram eru þær að þetta myndi hvort sem er ekki breyta miklu fyrir þær fjölskyldur sem eru í mestum erfiðleikum. Hann tiltekur sérstaklega ungar fjölskyldur. Þær skulda mest en eiga jafnframt minnst í séreignarsjóðnum.

Hann reyndar tekur það fram að hann viti ekki hversu mörgum þetta gæti hjálpað eða hvernig.

Ég spyr á móti. Hvernig væri þá að sleppa því að mynda sér skoðun á málinu fyrr en búið er að gera athugun á því hvort og hvernig þessi hugmynd geti hjálpað einhverjum ? Hvaða hvatir liggja á bakvið það að koma fram og tjá skoðanir sínar án þess að gera einhverja lágmarks athugun á  t.d. aldursdreifingu þeirra sem eiga inneignir í sjóðnum með samanburði á aldursdreifingu þeirra sem núna eru skráðir atvinnulausir ?

Um rök hans er hinsvegar það að segja að ungt fólk sem dregur á séreignarsparnaðinn sinn á jafnframt besta möguleika á því að endurheimta hann síðar þegar betur árar.

Fyrir ungt fólk að lenda í gjaldþroti hefur hinsvegar langvarandi og  alvarlegar afleiðingar í för með sér. Eigið fé sem tapast við það að missa húseign á uppboð er margfalt það sem  hugsanlega þyrfti að taka úr séreignarsjóð til þess að standa í skilum. Ein milljón úr séreignarsjóði gæti bjargað 5 milljónum eða meira í eign í húsnæði.

Og hverjir eru það sem tapa mest ef hérna verður fjöldagjaldþrot og hundruðir eða þúsundir fasteigna lenda undir hamrinum ? Það eru þeir veðhafar sem koma á eftir Íbúðarlánasjóði og bönkunum í veðröðinni. Og hverjir eru það ? Það eru samtryggingarlífeyrissjóðirnir sem lána til húsnæðiskaupa. Og hvaða afleiðingar hefur það í för með sér í framtíðinni ? Lífeyrisgreiðslur skerðast !

Og þegar öllu er á botninn hvolft er ekki verið að ræða annað en að gefa fólk val. Hver og einn getur skoðað útfrá eigin forsendum hvaða leið er best fyrir viðkomandi.

Það er ekki hlutverk þessara manna að koma í veg fyrir þetta heldur að koma fram með uppbyggjandi hugmyndir að því hvernig best er að standa að þessu !!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Birgisson

Höfundur

Magnús Birgisson
Magnús Birgisson
Eiginmaður og 3 barna faðir. Viðskiptafræðingur að mennt en hugsuður að upplagi (að eigin mati).
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • snake-plissken
  • Þróun launavísitölu
  • Þróun launavísitölu
  • VIS04001200982441764
  • aygo vs. reva

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband