Kemur þetta á óvart ?

Síðast þegar var skipaður ,,sérstakur saksóknari" var það í Baugsmálinu. Sá sem þar gerðist fórnarlamb mátti þola 3 milljarða ófrægingarherferð og háð eiginlegra allra sem um það mál fjölluðu og martröðin stóð yfir árum saman.

Í þessu tilviki þarf viðkomandi hugsanlega að saksækja eigendur allra helstu fjölmiðla landsins. Þar undanskil ég ekki RÚV.

Þar að auki er strax með lögunum settar meiri skyldur á herðar þessum einstaklingi en öðrum sambærilegum starfsmönnum dómstóla en honum um leið ekki færð sömu réttindi. T.d. þarf viðkomandi ekki eingöngu að upplýsa um hlutabréfaeign sína í fjármálafyrirtækjum heldur einnig um skuldir sínar.

Hann þarf einnig að upplýsa um ,,starfsleg tengsl hans, maka og náinna skyldmenna við þá sem sinnt hafa stjórnunarstörfum í umræddum fjármálafyrirtækjum eða þeim stofnunum ríkisins sem rannsókn embættisins beinist að". 

Hann nýtur ekki 5 ára skipunar og hægt er að leggja embættið niður nær fyrirvaralaust. Þá fær viðkomandi 3 mánaða uppsagnarfrest en þingmenn t.d. sem detta útaf þingi fá 6 mánuði.

Í auglýsingunni um starfið er ekkert tekið fram um starfskjör eða hver mun fjalla um umsóknina eða á hvaða forsendum umsóknin mun verða metin. Það hefur ekki tekist svo björgulega í síðustu tilvikum þegar dómsmálaráðherra hefur nálægt starfsmannamálum komið.

Ef ég væri lögfræðingur myndi ég ekki sækja um. Það munu verða næg verkefni á næstu árum fyrir lögfræðinga í þessu landi og það væri bókstaflega óðs manns æði að kasta sjálfum sér og fjölskyldu sinni útí þessa djúpu laug undir þessum formerkjum.


mbl.is Enginn sótti um embætti sérstaks saksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Magnússon

Það getur enda tæpast nokkur starfandi lögmaður í dag sótt um starfið því allmargir (ef ekki velflestir) á einhvern hátt tengdir inn í darraðadansinn, sem dansaður hefur verið undanfarin ár, ýmist með fjárfestingum sjálf sín eða fjölskyldu, tengslum sjálf sín, fjölskyldu eða stofu sinnar við dansarana og svo mætti lengi telja...

Kommentið í næst síðustu málsgrein er nokkuð gott ef skoðaðar eru fréttir allra síðustu daga af skipun forsætisráðherra, Geirs H. Haarde, á einhverju manngreyi í stöðu í ráðuneytinu sem og skipun setts dómsmálaráðherra, Árna Mathiesen, á dómara við héraðsdóm Norðurlands eystra.  Sjálfstæðisflokkurinn er með kúkinn upp á bak, því miður, þegar kemur að skipunum í stöður á vegum hins opinbera.  Þar ræður, öðru fremur, einkavinavæðingin ríkjum!!!

Snorri Magnússon, 4.1.2009 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Birgisson

Höfundur

Magnús Birgisson
Magnús Birgisson
Eiginmaður og 3 barna faðir. Viðskiptafræðingur að mennt en hugsuður að upplagi (að eigin mati).
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • snake-plissken
  • Þróun launavísitölu
  • Þróun launavísitölu
  • VIS04001200982441764
  • aygo vs. reva

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband