Er markaðurinn dauður ?

Fyrir stuttu skrifaði ég stuttan pistil um spurninguna hvort kapitalisminn sé dauður. Hann má sjá hér en niðurstaða mín er sú að svo sé ekki. Langt í frá reyndar.

Annað sem maður heyrir oft þessa dagana er það að markaðurinn sé dauður. ,,Óheft markaðshyggja" hafi leitt okkur í þessar ógöngur. Að markaðslausnir dugi greinilega ekki og leita verði annarra leiða. Að upphaf og endir alls ills á Íslandi sé ,,Markaðurinn".

Þetta er algert bull.

Og til þess að skilja afhverju er gott að skoða upprunann. Markaðurinn er nefnilega ekki eitthvað nýtt fyrirbæri. Hann byrjaði með Súmerum. Það eru ekki minna en 9000 ár síðan að þeir fóru að eiga viðskipti sín á milli og notuðu til þess peninga. Súmerar voru einnig fyrstir til þess að stunda landbúnað allt árið um kring. Umframframleiðsla af landúnaðarvörum leiddi til sérhæfingar þar sem þeir sem ekki stunduðu landbúnað framleiddu eitthvað annað og seldu og keyptu í staðinn það sem þá vanhagaði um. Þetta leiddi til borgarmyndunar utan um markaðstorgin og borgarmyndunin leiddi til mannfjöldaaukningar sem leiddi til þarfarinnar fyrir aukið skipulag sem leiddi til ritmáls.

Þessu má lýsa svona: Landbúnaður -> Markaður -> Peningur -> Borgarmyndun -> Ritmál -> Nútímaþjóðfélagsgerð.

M.ö.o, það að láta markaðinn leysa vandamálið um framleiðslu og dreifingu vöru og þjónustu er einn af hornsteinum nútímaþjóðfélags. Og á þessum 9000 árum sem liðin eru hefur maðurinn ekki fundið neitt betra skipulag til þess að skipta takmörkuðum gæðum en markaðinn.

En nú hefur orðið markaðsbrestur. Það þýðir ekki að markaðurinn sé ómögulegur frekar en að uppskerubrestur þýðir að landbúnaður sé ómögulegur. Í landbúnaði leituðu menn betri leiða, önnur kvæmi planta, kynbætur, rannsóknir á veðurfari osfrv. Og svo héldi menn bara áfram.

Nákvæmlega það sama þarf að eiga sér stað núna. Það þarf að læra af þeim mistökum sem gerð haga verið og finna lausnir.....og halda áfram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Birgisson

Höfundur

Magnús Birgisson
Magnús Birgisson
Eiginmaður og 3 barna faðir. Viðskiptafræðingur að mennt en hugsuður að upplagi (að eigin mati).
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • snake-plissken
  • Þróun launavísitölu
  • Þróun launavísitölu
  • VIS04001200982441764
  • aygo vs. reva

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband