Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Bretar ekki barnanna bestir

Það hefur ítrekað komið fram að Bretar tryggja ekki innistæður þegna sinna á ,,offshore" reikningum, t.d. á Guernsey eða á Mön.

Ég hef lesið soldið af commentum frá Bretum við greinar í bresku pressunni varðandi Icesave reikningana.  Þar hefur komið fram að breskir bankar leyfa þér ekki að eiga breskan bankareikning ef þú ert ekki búsettur í Bretlandi.  Það skiptir engu máli hvort þú ert breskur ríkisborgari og borgar skatta í Bretlandi.  Þetta er afleiðing mjög strangra laga í Bretlandi varðandi peningaþvætti.

M.ö.o. ef þú ert breskur ellilífeyrisþegi og villt eyða ævikvöldinu í Portúgal, þá þarftu um leið að færa allar innistæður út úr Bretlandi.

Það t.d. má lesa um þetta hérna....í Daily Telegraph.

Þetta útskýrir líka vinsældir Icesave og Edge reikninga á Ermasundseyjunum.

Mér finnst bresk stjórnvöld sleppa soldið billega með þetta.  Þau eru líka aðilar að EES samningnum sem kveður á um frjálsa för fjármagns yfir landamæri.  Þau virðast hinsvegar hafa fundið allskonar leiðir framhjá þessum ákvæðum og í þessu dæmi allavega virðast þeir skjóta ábyrgðinni á innistæðum þessa fólks yfir á önnur lönd.


Höggva í sama knérunn...

Skattbyrði hefur aukist mest á Íslandi af öllum ríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, undanfarinn áratug. Hlutfall skatta af landsframleiðslu hér á landi hækkaði úr þrjátíu og einu prósenti í fjörutíu og eitt prósent á árunum 1995 til 2006. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu OECD.

Um þetta t.d. lesa hér.

Ágúst Ólafur, varaformaður Samfylkingarinnar virðist ekki hafa þetta í huga þegar hann sér ekki aðra leið út úr vandamálunum en að hækka skatta.

Ég er eiginlega búinn að fá nóg af Sjálfstæðisflokknum við stjórn.  Það er ekki hægt að horfa framhjá því að ástandið eins og það er núna er skilgetið afkvæmi hans.

En þá hvað ?  Þessi orð Ágústar benda ekki til þess að Samfylkingin sé svarið.  Ég lifði af skattahækkanaárin hér í Reykjavík undir stjórn Samfylkingarinnar og er ansi tregur til að gefa þeim annað tækifæri til þess að gera það sama á landsvísu.

Aðrir flokkar eru ekki raunhæfir kostir.  Þeir hafa ekki að mínu mati neinar lausnir sem duga, hvorki til skamms eða langs tíma.

Að skera útgjöld hressilega niður er það sem ég myndi vilja.  Og byrja á eftirlaunum og aðstoðarmönnum, sendiráðum og dagpeningum.  Lækka launa allra sem heyra undir kjaradóm um 10% og senda dóminn í 2 ára frí.  Bara þarna grunar mig að finnist einhverjir 2-3 milljarðar.

Kannski Sjálfstæðisflokkurinn verði fyrir valinu einu sinni enn....en í þetta skipti með yfirstrikunarpennann að vopni.  En hann þarf þá að taka sig allhressilega á.


Björk og áhættusæknu vinir hennar

Björk fékk birta grein í Times Online sem má sjá hér.

Hvílíkur orðavaðall og....já bara...þvæla.  Hún virðist ekki aðeins ætla að gera sjálfan sig að fífli....hún ætlar að draga okkur öll hin með sér.  Einsog það sé á það bætandi um þessar mundir.

Á einum stað í greininni þá telur hún upp þá kosti Íslendinga sem hún kann að meta.  Þeir eru að hennar mati ,,óttaleysi" og ,,að vera svo háðir því að taka áhættu að það stappi við heimsku".  Þetta eru kostir að hennar mati !

Á öðrum stað í greininni telur hún þann kostinn vænlegastan í atvinnumálum að hið opinbera láti þetta fólk fá peninga til þess að reka fyrirtæki.

Þetta er svo heimskulegt að það er varla hægt að ná utan um það.  Þessir ,,kostir" eru nú búnir að setja Ísland svo gott sem á hausinn og kosta breskan almenning mörg hundruð milljarða.

En Björk virðist ekki sjá kaldhæðnina í orðum sínum.

Nei...hún vill að þessir óttalausu og áhættusæknu vinir sínir fái fé frá íslenskum skattgreiðendum til þess að reka fyrirtæki.

Þegar Ísland hefur verið rekið einsog vogunarsjóður í nokkur ár og sett sig á hausinn við það....þá vill Björk að við breytum um stefnu og....gerumst ,,private equity" sjóður eða ,,venture capitalist" sjóður.  Og þetta ber hún á borð fyrir breta.

Þvílík dæmalaus della.


Þetta er snilld...

Hnakkus

Mikið vildi ég að ég hefði þetta hugmyndaflug og gæti skrifað svona kjarnyrt. Halo 

En svo er stóra spurningin.  Hver er Hnakkus ?  Ég giska á einhvern Baggalútinn.  Þetta er svipaður stíll einsog á mörgu sem þar birtist.


Hollt að halda kj...

Þessa dagana kemur hver forkólfurinn úr stóra bankasvindlinu á fætur öðrum í fjölmiðla og segir að ábyrgðin á stöðunni einsog hún blasir við sé einhverjum öðrum að kenna.

Jón Ásgeir, Sigurjón, Halldór, Sigurður og Björgólfarnir hafa allir komið fram og sagt að bara ef einhver annar, sérstaklega Seðlabankinn, hefði bara gert eitthvað, eða látið eitthvað ógert, þá væri staðan allt öðruvísi.  Veislan væntanlega enn í gangi og kaupréttarsamningarnir ennþá einhvers virði.

Það kann vel að vera að það sé eitthvað til í þessu.  Mín skoðun er reyndar sú að líkið hafi verið komið í kistuna og Seðlabankinn hafi bara neglt fyrsta naglann.  Og reyndar lamið á puttann, nokkrum sinnum, í leiðinni.

Ég held bara að á þessari stundu þá þarf enginn að heyra þá skoðun þessara mektarmanna að allt hafi verið með ágætum í þeirra eigin ranni.  Við getum eiginlega sagt okkur það sjálf að þetta sé álit þeirra á eigin gjörðum.

Það væri hinsvegar einhvers virði ef þeir i einhverju viðurkenndu ábyrgð, fögnuðu ítarlegri úttekt og hétu stuðning sínum við hana.

Þangað til er þeim hollast að halda bara kj....

shut_up


Aumingja Magnús..

Ég gat ekki annað en hlegið að þessu...þið getið afhverju.  (Stolið af Telegraph.co.uk)

calex13 1008106a


Glitnir ekki með á nótunum

Ég fór í útibúið mitt hjá Glitni áðan og ætlaði að fresta afborgunum af erlenda láninu mínu og hélt að sú þjónusta stæði mér til boða í samræmi við tilmæli viðskiptaráðherra.

Það er öðru nær.

Frystingin kostar 10.000 krónur og nær aðeins til afborgana, ekki vaxta.  Þar að auki þarf beiðnin að fara fyrir lánanefnd þar sem væntanlega er tekin afstaða til hennar byggt á einhverjum forsendum sem engum eru kunnar.

Yfirlýsing viðskiptaráðherra er hinsvegar alveg klár.  Hún á að ná til bæði afborgana og vaxta.  Hún á að vera án kostnaðar og hún á að vera án tillits til efnahags lántaka.

Yfirlýsingunar má lesa hér: http://www.vidskiptaraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/2809

 


Treystum á Norðmenn

Bjarni Ármanns var bankastjóri Glitnis á þessum tíma.  Hann strauk úr landi fyrir bankahrun með alla milljarðana sína.....til Noregs.  Þar virðist hann síðan hafa þann starfa helstan að hafa milligöngu um brunaútsölu Glitniseigna.

Það er kannski hægt að segja um Bjarna einsog var sagt um Björn Inga einhvern tímann....það er ekki til sú matarholan að hann detti ekki ofaní hana.

Spurning hvort norskum stjórnvöldum takist það sem íslenskum stjórnvöldum virðist vera fyrirmunað....að koma höndum yfir eitthvað af þessum fjármunum sem forsprakkarnir í bankahruninu hafa skotið undan. 

 


mbl.is Rannsóknin hefur forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björk er vitleysingur...

...segi ég og skrifa...vitleysingur.  Og lái mér hver sem vill.

Ég er að hlusta á viðtal við hana á Rás 2 og kjánahrollurinn hríslast ekki bara niður bakið á mér...hann kemur upp aftur.

Ég sýp eiginlega hveljur yfir hverri einustu setningu en ég ætla aðallega að fjalla um eitt í máli hennar. Það er þessi misskilningur að stjórnvöld hafi bara eina hugmynd þegar kemur að atvinnuuppbyggingu og það væri álver.

Hún virðist nefnilega hafa uppgötvað að það væri til á Íslandi fullt af fólki með fullt af hugmyndum.  Hún er meira að segja svo uppveðruð yfir þessari uppgötvun að hún hélt málþing um málefnið um helgina.

Það eina sem virðist vanta, ef ég skil Björk rétt, er að stjórnvöld komi myndarlega inní þetta og styðji eitthvað af þessu fólki til þess að hrinda þessum hugmyndum sínum í framkvæmd.

Þarna staldra ég við.  Er það eðlileg ráðstöfun á skattfé að stjórnvöld gerist einhverskonar ,,venture capitalists" ?  Ef hugmyndirnar eru svona frábærar og fólkið svona æðislegt er örugglega ekki til fjársterkir aðilar sem eru tilbúnir að fjárfesta í batteríinu ? T.d. Björk sjálf....ekki skortir hana skotsilfrið ?

Það hefur reyndar aldrei verið skortur á hugmyndum. Einu sinni vann ég með stelpu sem fékk 10 viðskiptahugmyndir á dag.  Hún reyndar hrinti engri þeirra í verk....ennþá allavega.  Framtíðarlandið hélt málþing fyrir vestan þar sem lagðar voru fram 100 hugmyndir í stað olíuhreinsistöðvar.  Af þeim voru reyndar 80 ekki hugmyndir um atvinnuuppbyggingu heldur uppástungur um aukin ríkisútgjöld. 

Hefur Björk aldrei heyrt um hugtakið áhætta ?  Veit hún ekki að af hverjum 10 hugmyndum sem eru  hrint í framkvæmd lifir kannski 1 af ?  Skilur Björk ekki að við stöndum núna yfir rústunum á einni svona æðislegri hugmynd en hún er sú að íslendingar séu frábærir fjármálamenn og ættu að reka alþjóðlega bankastarfsemi ?  Þeir sem fyrir þessari hugmynd fóru höfðu engan skilning á áhættu heldur.

Á Íslandi eru reyndar tvö önnur dæmi um æðislegar hugmyndir sem var hrint í framkvæmd af frábæru fólki en virðast ekki ætla að lifa af og tapið er mikið.  Annað er Decode....hitt er Latibær.  Sagan geymir alveg mýgrút af svona sögum.

Og allir þessir hugmyndaríku vinir Bjarkar.  Af hverju fóru þeir ekki af stað þegar lánsfé var næstum ókeypis ?  Getur verið að þeir hafi ekki meiri trú á hugmyndinni sinni en svo að þeir vilja ekki einu sinni sjálfir taka áhættu af henni ? Og hversvegna eiga þrautpíndir skattgreiðendur þá að bera hana ?

Má ég þá frekar biðja um álver.  Af hverjum þremur álverum sem hafa verið byggð á  Íslandi hafa þrjú borið ávöxt.  Lifað af og skilað því sem af þeim var ætlast, án nokkurra fjárútláta af hendi skattgreiðenda.

Ég get þó tekið undir eitt sem kom fram hjá Björk.  Það er það að stjórnvöld eigi að skapa hagstætt umhverfi fyrir sprotafyrirtæki.  Það er líka eina hlutverk ríkisvaldsins að mínu mati.

Við Björk vil ég hinsvegar aðeins segja eitt.  Put your money where your mouth is.  Veldu þér eina hugmynd....og fjárfestu í henni.


Þurftum ekki að þola þetta

Niðurlægingin sem Ísland þurfti að þola í kosningunum um Öryggisráðið þurfti ekki að eiga sér stað.  Ef stjórnvöld hefðu borið gæfu til þess að draga framboðið til baka í vikunni þá hefðum við getað bjargað því sem eftir var að sjálfsvirðingunni.

Hver sem er gat séð í hendi sér að þetta var orðið vonlaust.

  • Þegar bankakerfið hrundi í síðustu viku með fjölmiðlaumfjöllun erlendis um gjaldþrota Ísland töpuðum við fullt af atkvæðum.
  • Þegar breskir ráðamenn stíga fram og segja að Íslendingar ætli ekki að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar hurfu hellingur af atkvæðum.
  • Þegar beitt var lögum gegn hryðjuverkum til að kyrrsetja eigur Íslendinga töpuðust nokkur til viðbótar.
  • Þegar það spyrst út að Íslendingar fara á hnjánum til Rússlands til að betla út lán hverfur alveg glás af atkvæðum.
  • Þegar Ísland og IMF er nefnt í sömu setningunni fara nokkur atkvæði eitthvað annað.
  • Þegar leiðtogafundur Evrópusambandsins skorar á Íslendinga að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar var það endanlegur nagli í líkkistu framboðsins.

Að íslenskir ráðamenn, Ingibjörg og Geir,  halda áfram að berja höfðinu við steininn segir okkur nokkuð um þau.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Magnús Birgisson

Höfundur

Magnús Birgisson
Magnús Birgisson
Eiginmaður og 3 barna faðir. Viðskiptafræðingur að mennt en hugsuður að upplagi (að eigin mati).
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • snake-plissken
  • Þróun launavísitölu
  • Þróun launavísitölu
  • VIS04001200982441764
  • aygo vs. reva

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband