Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
16.10.2008 | 17:47
Þetta finnst mér fyndið...
Þessir eru á Mail Online sem er vefútgáfa Daily Mail í Bretlandi.
Hvert er hámark bjartsýninnar ?
Bankamaður sem straujar 5 skyrtur á sunnudegi.
15.10.2008 | 12:03
Gósentíð
Núna er gósentíð hjá öllum sem vilja koma að málstað sínum, hverjum nöfnum sem hann kann að nefnast, og telja að ef aðeins á þá verði nú loksins hlustað og þeir fái að ráða á hinu ,,nýja Íslandi" þá sé framtíðin björt.
Fyrstan má telja Steingrím J. Sigfússon. Það hefur soldið verið í umræðunni að nú sé klukkunni snúið aftur til 1994 á Íslandi, þ.e. fyrir daga einkavæðingar. Steingrímur telur allsekki nóg að gert og vill að dagatalinu sé breytt til 1978, sem var síðasta árið sem hann og Ögmundur skildu samtímann.
Þá má telja feminista. Nýju bankastjórarnir hafa verið þeim sérstakt gleðiefni og talað um að aðeins konur geti núna tekið til eftir strákapartíið Sú staðreynd að þessar ágætu konur voru þekktar af því áður að vera ekki síðri partíljón virðist hafa gleymst.
Þá hafa kvennakapítalistarnir í Auði Capital einnig dúkkað upp í umræðunni. Það hefur gleymst að allt eigið fé Auðar er afrakstur ofurlauna og kaupréttarsamninga frá Kaupþing. Og hvers á Þorvaldur Lúðvík hjá Saga Capital að gjalda í þessu sambandi ? Hann er ekki síður loðinn um lófana eftir að hafa ekki gert neitt í eitt ár einsog Auður stelpurnar auk þess sem peningarnir hans koma frá nákvæmlega sama stað.
Loks vil ég telja alla sem núna segja ,,told you so". Þar fer fremstur á meðal jafninga hann Jóhannes sem skrifaði ,,Falið Vald" fyrir 25 árum en skrif hans má núna lesa á www.vald.org. Ég hef reyndar aldrei skilið nákvæmlega útá hvað skrif hans hafa gengið en þau hafa a.m.k. gefið mér nokkra yndislega óttahrolla og vandlætingarhugsanir yfir ,,stóra samsærinu". Það er ástæða til að óska honum til hamingju með að hafa endst ævin til að sjá ,,drauma" sína rætast.
Ekki láta mig nefna dani....
13.10.2008 | 10:21
Bretarnir djóka...
11.10.2008 | 23:07
Verum fyrri til...
![]() |
Maðurinn án gullbyssunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.10.2008 | 00:51
Hvar eru peningarnir ?
Að lesa comment við fréttir í breskum fjölmiðlum er ekki auðvelt um þessar mundir. Það er nánast hatur, þó inn á milli séu hjáróma skynsemisraddir.
Ein spurning kemur upp aftur og aftur. Hvar eru peningarnir sem voru settir inná Icesave reikninga ?
Í mínum huga er það augljóst. Þeir eru mestallir, ef ekki allir enn í Bretlandi. Þeir eru fastir í verslunarkeðjum, framleiðslufyrirtækjum, fallít ferðaskrifstofum og flugfélögum og í höndunum á seljendum rándýrrar prentsmiðju. Peningarnir hafa verið notaðir í fyrirtækjum sem veita hundruðum þúsunda breta atvinnu og verða fljótlega föl á brunaútsölu.
Bretar virðast standa í þeirri trú að til Íslands hafi verið fluttir milljarðar af pundum. Staðreyndin er að sú að öll pundin þeirra eru ennþá í Bretlandi. Ásamt góðum slatta af peningamarkaðssjóðum, hlutabréfasjóðum, skuldabréfasjóðum og lífeyrissjóðum Íslendinga.
Mér finnst spurning hvort við getum ekki einfaldlega farið fram á skuldaskil....við skilum þeirra peningum ef þeir skila okkar ? Á Íslandi er nefnilega ekkert eftir af þessu nema nokkur hundruð óseljanlegir Range Rover-ar, framleiddir í Bretlandi.
En Breta get ég skilið.
Á Dönum hef ég hinsvegar skömm. Hugsanahátturinn er eins flatur einsog landið. Söfnunardjókið var niðurlægjandi. Góður slatti af þessum peningum fóru nefnilega til Danmerkur og verða þar eftir þegar brunaútsalan hefst þar. Þúsundir Dana sitja, eða hafa setið, í störfum sem hafa verið niðurgreidd af íslenskum almenningi.
Danmark er en lille land....og fólkið líka.
Við íslendingar þurfum ekki að skammast okkar gagnvart þessum þjóðum. Það er víst. En það er soldið erftitt að horfa í spegilinn þessa dagana.
7.10.2008 | 23:58
Starfsöryggi
Er það ekki soldið spaugilegt að einu starfsmenn bankanna sem virðast njóta einhvers starfsöryggis um þessar mundir eru þeir sem hafa komið þjóðinni á vonarvöl.
Lárus, Sigurjón og Halldór hafa verið ráðnir til ríkisins.
Hreiðar og Sigurður, sem fóru á fund um helgina til að veita aðstoð og uppskáru 500 milljóna evru lán frá skattgreiðendum fyrir viðvikið, hafa væntanlega með því tryggt eigin störf, laun og kauprétt.
Boggles the mind einsog einhver sagði.
![]() |
FME tekur Glitni yfir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.10.2008 | 12:39
Pirrar mig ógurlega
Ég verð að viðurkenna að það pirrar mig ógurlega að sjá forstjóra Kaupþings, þá Hreiðar og Sigurð, koma glottandi fram í sjónvarpsfréttum og tala um sjálfan sig sem hluta af lausninni en ekki orsökina að vandanum.
Það er staðreynd að það eru ógurlegar lántökur þessara manna erlendis sem er ástæðan fyrir krísunni sem uppi er á Íslandi.
Þeir virðast standa í þeirri trú að ,,sterk eiginfjárstaða" bankans sé einhversskonar syndaaflausn.
Eigið fé Kaupþings er í íslenskum krónum. þeir eiga miklar eignir bókfærðar í erlendum myntum og þegar krónan fellur hækka þessar eignir í verði. Og eiginfjárstaðan batnar.
Þetta er líka ástæðan fyrir því að í hvert sinn sem viðskiptamaður kemur í bankann og leggur inn íslenskar krónur eða greiðir af láninu sína í íslenskum krónum þá taka þessir menn þessar krónur og selja þær og fá staðinn dollara eða evrur. Kaupþing þarf þennan gjaldeyri til þess að greiða af eigin lánum erlendis.
Þetta hefur valdið verðfallinu á krónunni og vandræðunum sem við erum í. Vandamálin sem við er að etja um þessar mundir eru því skilgetið afkvæmi þessara manna og annarra ,,útrásarvíkinga". Ísland og íslendingar hefðu auðveldlega getað staðið af sér alþjóðlegu lánsfjárkrísuna ef þessar skuldir bankanna hefðu ekki komið til.
Það er íslenskur almenningur sem greiðir fyrir óráðsíuna með hækkandi lánum og skertum kaupmætti.
Það má líka spyrja sig hver væri staða bankans ef eigið fé væri í evrum einsog þeir sóttu um að gera fyrir 2 árum ?
Hreiðar og Sigurður fengu 600 milljónir samanlagt að gjöf frá eigendum bankans fyrir aðeins 2 mánuðum síðan.
Þeir hafa sagt sig úr lögum við landið sem hefur fóstrað þá.
3.10.2008 | 13:28
Kjaftasagan segir...
...að Davíð Oddsson sé í einkaþotu á leið til Washington í þessum töluðu orðum.
Sel hana samt ekki dýrari en ég keypti hana.
2.10.2008 | 11:52
Ömurlegt yfirklór
"í kjölfar þess að Glitnir banki ákvað að lágmarka tap sjóðfélaga í Sjóði 9"....hvað merkir þetta eiginlega ? Það mætti halda að sjóðfélagar í Sjóði 9 hafi farið óvarlega í fjárfestingum sínum og Glitnir hafi verið að koma þeim til bjargar !!
"Ávöxtun sjóðsins á síðastliðið eitt ár er 7,74%". það er neikvæð raunávöxtun !!. Og afhverju segja þeir ekki líka að allir sem hafa fest fé í Sjóði 9 eftir 11. apríl 2008 hafa þurft að þola skerðingu á höfuðstól sínum ?
Ég ráðlegg öllum að tæma allt úr peningamarkaðssjóðum sínum núna, sérstaklega hjá Glitni. Það er ekki hægt að fá nýrri upplýsingar en frá síðustu áramótum en þá voru m.a. eftirtalin félög þarna inni: Baugur (6,3%), Exista (5,3%), Milestone (3,8%), Atorka (2,6%), Eyrir (1,8%), BG Capital (1,4%), Nýsir (1,4%), Straumborg (1,3%), önnur verðbréf (3,0%). Veit nokkur hver raunveruleg staða þessara félaga er eða hvort þau geti greitt skuldir sínar til skamms tíma ?
![]() |
Fjárfestingar Sjóðs 9 í fullu samræmi við lög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.10.2008 | 09:08
Hvað sagði ég...
...í þessari færslu.
Mér finnst hinsvegar orðalagið soldið loðið á þessari frétt. Það er stórmunur á því hvort ,,ávöxtun minnkar um 7%" eða hvort ,,eign fólks í sjóðnum minnkar um 7%". Mig grunar að það síðara sé staðreyndin þó það sé ekki sagt beinum orðum.
Annars fer aðkoma Jóns Ásgeirs að íslenskum fjármálamarkið að vera með eindæmum.
Hann hefur stundað það í gegnum tíðina að skrá félög sín á hlutabréfamarkað, hafa þau inni í 1 til 2 ár, gera síðan yfirtökutilboð þegar gengi lækkar og afskrá síðan.
Baugur, Mosaic, Teymi og Fl Group eru dæmi sem koma uppí hugann.
Mér finnst hann vera farinn að taka þetta um að ,,sækja fé á hlutabréfamarkað" full alvarlega. Hann sækir peninginn og fer svo bara með hann.
Um bloggið
Magnús Birgisson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar